Hákon Arnar og Mikael meðal fimm bestu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2023 22:45 Þessir tveir áttu frábært tímabil. Samsett/Getty Images Hákon Arnar Haraldsson og Mikael Neville Anderson voru meðal þeirra fimm leikmanna sem danski miðillinn Tipsbladet valdi sem fimm bestu sóknarþenkjandi miðjumenn dönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu. Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Hákon Arnar spilaði stóra rullu í liði FC Kaupmannahafnar sem stóð upp sem Danmerkurmeistari annað tímabilið í röð. Þá átti Mikael frábært tímabil með AGF sem endaði í 3. sæti og komst þar af leiðandi í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Hinn 24 ára gamli Mikael er í 5. sæti listans. Hann spilaði alls 26 deildarleiki á nýafstaðinni leiktíð, skoraði 5 mörk, gaf eina stoðsendingu og skapaði 22 færi fyrir samherja sína. Mikael Anderson fagnar marki gegn sínu gamla liði.Getty/Lars Ronbog Á vef Tipsbladet segir að Mikael hafi sýnt að hann sé hverrar krónu virði en AGF keypti hann á 15 milljónir danskra króna [303 milljónir íslenskra króna] árið 2021. Sérfræðingar töldu AGF hafa borgað alltof mikið fyrir íslenska miðjumanninn en hann hefur stigið upp síðan þá og á stóran þátt í frábæru gengi AGF á leiktíðinni. Hinn tvítugi Hákon Arnar er í 3. sæti listans. Hann spilaði alls 29 deildarleiki, skoraði 4 mörk, gaf 4 stoðsendingar og skapaði 34 færi fyrir samherja sína. Hákon Arnar átti mjög gott tímabil en FCK vann bæði deild og bikar ásamt því að spila í riðlakeppni Meistaradeild Evrópu.FC Kaupmannahöfn Á vef Tipsbaldet segir að Hákon Arnar geti spilað nær hvar sem er framarlega á vellinum en hann var að mestu notaður sem fremsti maður hjá FCK á leiktíðinni. Honum líður þó best í stöðu sóknarþenkjandi miðjumanns sem fær leyfi til að sækja þangað sem hann vill. Tipsbladet telur Hákon Arnar vera frábæran leikmann sem FCK mun á endanum selja fyrir gríðarlegan pening. Þá sé hann að öllum líkindum besti leikmaður deildarinnar þegar kemur að hápressu þar sem hann sé hlaupandi nærri allan leikinn. Hér má sjá listann í heild sinni.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira