Hvað kostar að sökkva framtíðinni? Margrét Erlendsdóttir skrifar 11. júní 2023 14:30 Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Landsvirkjun Skeiða- og Gnúpverjahreppur Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps ætlar að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi fyrir gerð Hvammsvirkjunar í anddyri Þjórsárdals. Ákvörðunin um þessi óafturkræfu og víðtæku náttúruspjöll verður formgerð á fundi sveitarstjórnar í félagsheimilinu Árnesi miðvikudaginn 14. júní kl. 17.00. Ákvörðun sveitarstjórnar mun fáum koma á óvart, þrátt fyrir óteljandi ástæður og rök sem mæla gegn henni. Og hvers vegna ekki? Svarið er óþægilega einfalt. Þessi ákvörðun var í raun tekin fyrir mörgum árum. Öllu heldur, þessa niðurstöðu keypti Landsvirkjun af sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps árið 2008 með formlegu samkomulagi sem heitir: Rammasamkomulag milli sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps og Landsvirkjunar varðandi undirbúning, byggingu og rekstur Hvamms-, Holta- og Urriðafossvirkjunar. Svo lítið fyrir svo mikið! Rammasamkomulagið fjallar um tilgreind atriði í nokkrum liðum sem Landsvirkjun muni leggja af mörkum ,,til að styðja við byggð og atvinnulíf svæðisins“. Lítil mál í stóra samhenginu en greinilega lokkandi fyrir lítið sveitarfélag. Þetta eru t.d. endurbætur á nettengingu, bundið slitlag á vegarspotta, aðkoma Landsvirkjunar að skipulagsmálum í Þjórsárdal og óskilgreind þátttaka Landsvirkjunar í brúargerð. Að ógleymdu ákvæði um leigu á hluta félagsheimilisins Árness til 10 ára undir upplýsingamiðstöð um sögu og uppbyggingu virkjana Landsvirkjunar á svæðinu m.m. Það sem var kannski stærst fyrir sveitarfélagið var vilyrði Landsvirkjunar fyrir því að byggja upp starfsmannahúsnæði sitt í þéttbýliskjarnanum Árnesi og beita sér fyrir því að verktakar myndu byggja hluta vinnubúða sinna í sveitarfélaginu. Nýlega áttaði sveitarstjórn sig á því að rammasamkomulagið við Landsvirkjun lægi að hluta óbætt hjá garði. Nú þurfti að hafa hraðar hendur enda ótækt fyrir sveitarstjórn að veita Landsvirkjun framkvæmdaleyfi í ágreiningi um efndir samkomulagsins. Sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps hraðaði sér því á enn einn fund sinn með Landsvirkjun og undirritaði samkomulag um lokauppgjör 2. júní sl. Samkvæmt því fær sveitarfélagið greiddar tæpar 69 milljónir króna innan 14 daga frá undirritun og telst málið þá úr sögunni. Uppbyggingin í Árnesi er líka úr sögunni og óbætt með öllu því ,,forsendur hafa breyst“. Í nýgerðu samkomulagi um lokauppgjörið er svo dúsa þar sem segir að Landsvirkjun ,,útilokar hins vegar ekki að í framtíðinni geti sú staða komið upp á ný að Árnes geti orðið ákjósanlegur staður sem miðlæg starfsstöð vegna framkvæmda og rekstur[s] virkjana á vegum Landsvirkjunar“. Leyfi byggt á úreltu umhverfismati Skylt er að meta umhverfisáhrif stórframkvæmda. Umhverfismatið fyrir áformaða Hvammsvirkun er tuttugu ára gamalt og fjallar að hluta til um aðra framkvæmd. Lítilsháttar endurskoðun var gerð á ákveðnum þáttum matsins 2016-2018. Á grundvelli þess kom m.a. fram álit Skipulagsstofnunar um verulega neikvæð áhrif virkjunarinnar á landslag þar sem umfangsmiklu svæði verður raskað, að mjög margir verði fyrir neikvæðum áhrifum vegna breytinga á ásýnd og yfirbragði, og að áhrif virkjunarinnar verði varanleg og óafturkræf. Ef ráðist yrði í lögbundið mat á umhverfisáhrifum Hvammsvirkjunar í dag, er öruggt að öðru vísi yrði staðið að málum en fyrir 20 árum, enda hafa forsendur breyst. Telja má líklegt að niðurstaðan yrði önnur og í þágu samfélags og náttúru. Þá væru þeir sem ráða tilneyddir að horfast í augu við þá staðreynd að framkvæmdin stefnir stærsta laxastofni landsins í voða, ógnar laxastofnum annars staðar á landinu og líklega Atlantshafslaxi utan Íslands sömuleiðis. Þeir þyrftu líka að gangast við því að samfélagsleg áhrif þessara framkvæmda sem vanrækt hefur verið að meta, eru alvarleg og verða ekki bætt. Dómur sögunnar Áformin um Hvammsvirkjun hafa legið á íbúum Skeiða- og Gnúpverjahrepps eins og mara í meira en 20 ár. Þetta hefur staðið uppbyggingu á svæðinu fyrir þrifum, klofið samfélagið, spillt vináttu- og fjölskylduböndum og valdið margvíslegu og langvarandi hugarangri. Sveitarstjórnarpólitíkin hefur árum saman litast af átökum um þessi mál sem hefur síður en svo verið farsælt eða uppbyggilegt fyrir sveitarfélagið sem samfélag. Sveitarfélögin hafa skipulagsvald. Þau þurfa ekki og þau mega ekki láta draga sig inn í atburðarás eins og hér hefur verið lýst og láta svo eins og varnarlaust handbendi. Þau þurfa ekki að láta svona yfir sig ganga ef þau vilja það ekki. En sveitarstjórnum er kannski vorkunn þegar sótt er að þeim árum og áratugum saman um að hleypa í gegn framkvæmdum eins og í þessu máli. Lítil sveitarfélög með sína litlu sveitarsjóði og almennt lítið bolmagn í svo mörgum skilningi, eru viðkvæm fyrir ásókn og ásælni stórvelda eins og Landsvirkjun er í þessu samhengi. Þá skapast hættan á því að gengið sé til samninga eins og hér hefur verið lýst sem bindur hug og hendur sveitarstjórnarmanna. Það er sorglegt og með ólíkindum ef raunin er sú að svona gjörningar teljast löglegir og í samræmi við eðlilega og góða stjórnsýslu. Því miður er þetta bara eitt dæmi af mörgum. Allir þeir sem hafa staðið að því að gera Hvammsvirkjun að veruleika hafa komið sér undan því að horfast í augu við staðreyndir og stöðugt nýjar upplýsingar um alvarleg, víðtæk og óafturkræf áhrif þessarar framkvæmdar. Sagan á eftir að dæma þessa framkvæmd ef af henni verður. Þeir eru ekki öfundsverðir sem þá þurfa að horfast í augu við orðinn hlut. Þessi framkvæmd og áhrif hennar á náttúru og samfélag verða ekki aftur tekin. Höfundur er fædd og uppalin í Gnúpverjahreppi með sterk tengsl við sveitina.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun