„Við erum öll öðruvísi en allir hinir“ Samúel Karl Ólason skrifar 11. júní 2023 14:38 Kristján Hreinsson, skáld. Kristján Hreinsson, skáld, segir taka þurfi umræðuna um minnihlutahópa á „æðra stig“. Við séum öll öðruvísi og „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“ Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Hann ætlar að halda áfram að leita réttar síns gegn Háskóla Íslands. Þetta sagði Kristján í samtali við nafna sinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Kristján er staddur á Ítalíu og segir að á sex árum þar hafi hann upplifað meira sumar en á sextíu árum á Íslandi. Í dag segist hann orðinn meiri Ítali en Íslendingur. Kristjáni var sagt upp störfum við háskólann og námskeið hans, Skáldsagnaskrif, lagt niður vegna pistils sem hann skrifaði á Facebook. Var hann sakaður um fordóma gegn hinsegin fólki og minnihlutahópum í pistlinum. Hann var svo í kjölfarið ráðinn aftur. Sjá einnig: Endurmenntun endurræður Kristján og harmar óþægindin Aðspurður um hverju hann hafi viljað áorka með pistlinum, sagðist Kristján vilja takast á við umræðu þar sem fólk sé stöðugt að banna orð. „Fólk er stöðugt að reyna einhverja kynleiðréttingu á orðræðunni. Það sem fyrst og fremst vakir fyrir mér er að benda fólki til dæmis á að það er ekki samasemmerki á milli kyns í orði og kyns í líffræði. Þetta er algjörlega tvennt ólíkt,“ sagði Kristján. „Þetta er einhvern veginn allt sett undir einn hatt og byrjað á íslensku að segja ekki „allir velkomnir“ heldur „öll velkomin“, án þess að maður geri sér grein fyrir því öll hvað?“ Þá sagði Kristján eitt og annað í umræðunni sem væri alveg á skjön við velsæmi. „Eins og það að þegar reynt er að predika að ein skoðun sé annarri æðri, varðandi minnihlutahópa. Þá er það sem er skaðlegt að mínu mati, og þá umræðu er ég til í að taka við hvern sem er, þá er skaðlegt að segja að einhver hópur sé sérstakri en einhver annar.“ Kristján sagðist ganga út frá því að við værum öll sérstök. Við værum öll hinsegin, eins og hann orðaði það og að „enginn geti í krafti einhverrar hneigðar eða einhverjar upplifunar, ákveðið að hann sé sérstakri en einhver annar“. Hann sagðist ekki vera að segja að allir minnihlutahópar væru að skreyta sig slíkum fjöðrum. Hópar sem gera sig breiða Kristján Kristjánsson, þáttastjórnandi Sprengisands, sagðist ekki alveg viss um að hann skildi nafna sinn, og vísaði til pistils skáldsins. „Þú segir að löggjafinn ekki að „sýna tilslökun til að þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“ og ég held að það sé nú hluti af þessu orðalagi sem fór hvað mest fyrir brjóstið á fólki; „Hér á að sýna hörku og segja hingað og ekki lengra. Ef einhver segist vera fæddur í röngum líkama, þá verður sá hinn sami að sætta sig við það.“ Þá sagðist Kristján skáld vilja meina með þessum orðum að við værum öll einstök og við værum öll hinsegin. „Við erum öll öðruvísi en allir hinir, þannig að þurfum við ekki öll að sætta okkur við það?“ Aðspurður um hvað hann ætti við með „þjóna duttlungum athyglissjúkra minnihlutahópa“, sagði Kristján það augljóst. „Það eru margir hópar sem að gera sig breiða og vilja fá sérstöðu út á sína sýn á lífið,“ sagði Kristján. Hann sagði að taka þyrfti þá umræðu en ekki láta einhvern hóp segja til um hvernig hlutirnir ættu að vera. „Við eigum ekki að taka tillit til einhverra duttlunga, án þess að láta umræðuna fara á æðra stig.“ „Fólk ræðst að mér“ Um það hvort fólk ætti bara ekki að fá að skilgreina sig sjálft, sagði Kristján að skilgreiningin ætti ekki að vera algjörlega einhliða og fólk ætti ekki að fá sérstöðu á kostnað annara, út á það að segjast vera öðruvísi en aðrir. „Eigum við þá ekki öll rétt á því að fá sérstöðu á kostnað annarra, því við erum öðruvísi en hin?“ spurði skáldið. „Uuuu, nei,“ sagði þáttastjórnandinn. „Við erum flest tiltölulega venjuleg en svo eru alltaf einhverjir sem eru aðeins öðruvísi. Er ekki verið að tala um það? Verðum við ekki að sýna því umburðarlyndi?“ Kristján Hreinsson sagðist ekki vera að gera neitt annað. Hann væri fyrst og fremst að benda á hvernig umræðan væri. Hann sagði fólk hafa snúið orðum sínum. Vísaði hann til þess þegar hann segir í pistlinum: „Ef ég segðist vera blindur?“ Sjá einng: Vill stefna Háskólanum vegna uppsagnar „Fólk ræðst að mér, sendir mér tölvupóst og hringir í mig og segir: „Þú segir að ef ég upplifi mig sem, ef ég upplifi mig sem“. Ég segi hvergi: „Ef ég upplifi mig sem“. Ég er ekkert að tala um það. Ég er að tala um umræðuna, hvernig umræðan er á röngum forsendum reist. Hvernig fólk gefur sér eitt og annað út frá einhverjum kolröngum forsendum.“ Kristján sagðist líka vera að hnýta í það hve lítið fólk væri upptekið af málspekinni. Orðin hefðu þá merkingu sem við gefum þeim. „Þegar ég geri þetta, þegar ég fer af stað og segi að orðræðan sé á villigötum, þá sannast það algjörlega að hún er á villigötum,“ sagði Kristján. „Allt er misskilið fullkomlega og svo hrapalega að háskólinn sagði mér upp störfum en svo las fólk það sem ég skrifaði og las á milli línanna og komst að því að ég hefði ekki gert neitt af mér.“
Háskólar Samfélagsmiðlar Tjáningarfrelsi Hinsegin Skóla - og menntamál Sprengisandur Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira