Setja 120 milljónir í að gera Hljómskálagarð að viðburðaflöt Árni Sæberg og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. júní 2023 23:27 Þórólfur Jónsson er deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Stöð 2 Stór hluti Hljómskálagarðsins er nú sundurgrafinn og stórar vinnuvélar hafa hertekið svæðið. Viðburðaflöt sem á að þola mikið álag er í pípunum, og gerðar verða ráðstafanir til að koma í veg fyrir að svæðið verði að drullusvaði í rigningu. Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur. Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Líkt og árvökulir vegfarendur hafa eflaust tekið eftir hafa gröfur nú hertekið stórt svæði í Hljómskálagarðinum, og verið girtar af. En hvað nákvæmlega eru þær að gera? „Þær eru að undirbúa viðburðaflöt, sem við köllum, þannig að þessi flöt á að verða hæfari til að taka við öllum þessum stóru viðburðum sem reglulega eru hérna, nokkrir á sumrin,“ segir Þórólfur Jónsson, deildarstjóri náttúru og garða hjá Reykjavíkurborg. Rætt var við hann í kvöldfréttum Stöðvar 2. Þannig verður bæði komið fyrir vökvunarkerfi og drenlögnum og hægt verður að stýra álagi á flötina eftir því hvort það er of þurrt eða of blautt. Slíka stýringu þarf oft. „Það kom átakanlegast í ljós hérna þegar HM var hérna 2018, þá var hérna skjár á túninu og svo ringdi þannig að flötin var bara eitt drullusvað eftir sumarið,“ segir Þórólfur. Óvissa með Menningarnótt Um 120 milljónir króna hafa verið lagðar til hliðar fyrir verkefnið og verklok eru áætluð í upphafi ágúst. Hins vegar er alls óvíst hvort hægt verður að halda Menningarnæturtónleika á flötinni líkt og fyrri ár, þar sem hún þarf tíma til að hvílast eftir að hafa verið lögð niður. „Næsta sumar ætti að vera glæsilegt, þó að við þurfum aðeins að fylgjast með, því að auðvitað viljum við ekki missa flötina í drasl. En miðað við undirbúninginn þá myndi ég halda að hún ætti að þola næsta sumar mjög vel,“ segir Þórólfur.
Reykjavík Menningarnótt Tengdar fréttir Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57 130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Sjá meira
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
Leggja gervigras í Hljómskálagarðinum Framkvæmdir við að byggja upp viðburðarsvæðið í Hljómskálagarðinum hefjast á næstu dögum. Meðal þess sem verður gert er að leggja gervigras á völlinn. Búist er við því að framkvæmdum verði lokið fyrir menningarnótt. 18. apríl 2023 10:57
130 milljónir í uppbyggingu viðburðasvæðisins í Hljómskálagarðinum Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að leggja 130 milljónir króna í uppbyggingu á viðburðasvæðinu í Hljómskálagarðinum í Reykjavík. Skuli það gert til að garðurinn verði betur í stakk búinn til að taka á móti mannfjölda á stórum hátíðisdögum á borð við þjóðhátíðardaginn og Menningarnótt. 5. september 2022 10:01