Lítil pilla gefur Assad mikil völd Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 22:31 Mest allt Captagon í heiminum er framleitt í Sýrlandi og Assad og bandamenn hans hafa verið sakaðir um að hafa beina aðkomu að framleiðslunni. AP/SANA Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda. Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon. Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon.
Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira