Lítil pilla gefur Assad mikil völd Samúel Karl Ólason skrifar 9. júní 2023 22:31 Mest allt Captagon í heiminum er framleitt í Sýrlandi og Assad og bandamenn hans hafa verið sakaðir um að hafa beina aðkomu að framleiðslunni. AP/SANA Ein helsta ástæða þess að nágrannar Sýrlands eru tilbúnir til að hleypa Bashar al-Assad, forseta landsins, inn úr kuldanum snýr að flæði fíkniefna frá Sýrlandi. Ríkið framleiðir og leyfir framleiðslu gífurlegs magns af Captagon-amfetamínpillum en hundruð milljóna slíkra pilla hefur verið smyglað til Jórdaníu, Írak, Sádi-Arabíu og annara ríkja Mið-Austurlanda. Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon. Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Þessum fíkniefnum hafa fylgt mikil vandræði og yfirvöld þessara ríkja vilja takmarka flæði þeirra og það hefur gefið Assad mikið vogarafl gegn þeim. Stór meirihluti þessara lyfja er framleiddur í Sýrlandi og áætla sérfræðingar sem blaðamenn AP fréttaveitunnar ræddu við að þessi framleiðsla sé gífurlega arðbær fyrir ríkisstjórn Assad. Yfirvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Evrópusambandinu hafa sakað Assad og bandamenn hans, auk Hezbollah-hryðjuverkasamtökin, um að bera ábyrgð á framleiðslunni. Tekjurnar af fíkniefnaframleiðslunni eru sagðar hafa haldið lífi í ríkisstjórn Assad, á sama tíma og hagkerfi Sýrlands hafi beðið verulega hnekki vegna langvarandi borgarastyrjaldar þar sem reynt var að velta honum úr sessi. Síðar meir sáu Assad og hans bandamenn Captagon pillurnar í nýju ljósi, sem pólitísk tól. Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, hittust í síðasta mánuði.AP/Yfirvöld Sádi-Arabíu Greinendur telja að með því að lofa að draga úr framleiðslunni vonist Assad til þess að fá frekari fjármuni til endurbyggingar í Sýrlandi, opna á opinber samskipti við önnur ríki og mögulega losna við viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir. Í viðræðum Assad-liða við aðrar ríkisstjórnir í Mið-Austurlöndum hefur helsta krafa þeirra alltaf verið að draga úr framleiðslu fíkniefnanna í staðinn fyrir frekari opinber samskipti. Gerðu árás á þekktan framleiðanda Sýrlandi var hleypt aftur inn í Arababandalagið í síðasta mánuði, eftir að því var vísað út árið 2011 vegna grimmilegra viðbragða Assad við mótmælum í Sýrlandi. Skömmu eftir það var gerð loftárás á heimili vel þekkts fíkniefnaframleiðenda í suðurhluta Sýrlands. Hann hét Merhi al-Ramthan en hann, eiginkona hans og sex börn þeirra dóu í árásinni. Árás var einnig gerð í borginni Daraa, nærri landamærum Jórdaníu, og er talið að hún hafi verið gerð á Captagon-verksmiðju. Jórdanar eru taldir hafa gert árásina og það með leyfi ríkisstjórnar Assad. Fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustu Jórdaníu sagði í samtali við AP að Assad hefði lofað því að hann myndi láta af stuðningi sínum við og þátttöku í framleiðslu Captagon-pilla. Þá hafi hann veitt Jórdönum upplýsingar um al-Ramthan og gefið leyfi fyrir árásinni á hann. Þá segir AP frá því að í aðdraganda þess að Sýrlandi var hleypt inn í Arababandalagið hafi erindrekar aðildarríkjanna komið saman í Jórdaínu. Þar átti að tala um mögulegar friðarviðræður í Sýrlandi og hvernig sýrlenskir flóttamenn gætu snúið aftur til síns heima. Umræðan mun þó að mestu hafa snúist um Captagon.
Sýrland Jórdanía Sádi-Arabía Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira