„Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:31 Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landi, til að mynda Reykjavíkurmaraþonið í fyrra, en segist hafa gert byrjendamistök í Austurríki í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér,“ segir hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sem þrátt fyrir að ná 35. sæti á HM í utanvegahlaupum, í 45 kílómetra hlaupi, var hundóánægð með hvernig til tókst. Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“ Hlaup Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira
Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“
Hlaup Mest lesið Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Sport Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Körfubolti Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sport Fleiri fréttir Diljá Ýr búin að semja við Brann Laugavegshlaupið í beinni útsendingu á Vísi Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Sjá meira