Óvænt úrslit á Roland-Garros Siggeir Ævarsson skrifar 8. júní 2023 22:16 Karolina Muchova fagnar stigi innilega á opna franska meistaramótinu Nokkuð óvænt úrslit urðu í undanúrslitum Roland-Garros í dag þegar hin tékkneska Karolina Muchova hafði betur gegn Aryna Sabalenka. Fyrirfram þótti Sabalenka mun sigurstranglegri en hún var í 2. sæti heimslistans meðan Muchova var í 43. Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka. Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Einvígið var jafnt og spennandi þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í síðasta settinu eftir rúmlega þriggja klukkustunda baráttu, sem Muchova vann 7-5. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mættust Iga Swiatek, sem er efst á heimslistanum, og Beatriz Haddad Maia, sem er í 14. sæti listans. Swiatek fór með nokkuð öruggan sigur af hólmi í tveimur settum og er þá á leið í úrslitaviðureign mótsis í þriðja sinn. Vonuðust eflaust margir tennisaðdáendur eftir því að Swiatek og Sabalenka myndu mætast í úrslitunum og endurtaka leikinn frá opna spænska meistaramótinu þar sem þær mættust í úrslitum þann 6. maí síðastliðinn. Þrátt fyrir að Muchova sé ekki ofarlega á heimslistanum um þessar mundir þótti hún ein af efnilegri tennisspilurum heims fyrir ekki svo löngu síðan. Hún hefur þó verið alvarlega plöguð af meiðslum um langa hríð en virðist óðum vera að ná vopnum sínum á ný. What a way to finish the set! Unseeded Karolina Muchova is only one set away from the final #RolandGarros pic.twitter.com/dM2k5Z599q— Eurosport (@eurosport) June 8, 2023 Á morgun fara fram undanúrslitaviðureignirnar í karlaflokki, þar sem mætast í fyrra einvígi dagsins hinn spænski Carlos Alcaraz, sem er efstur á heimslistanum um þessar mundir, og hinn serbneski Novak Djokovic sem er í þriðja sæti listans, en Djokovic er á sínu 20. ári sem atvinnumaður. Í hinni viðureigninni mætast hinn norski Casper Ruud, sem er í fjórða sæti heimslistans og Þjóðverjinn Alexander Zverev sem er í 14. sæti heimslistans, svo það er aldrei að vita nema boðið verði upp á óvænt úrslit karlamegin líka.
Tennis Tengdar fréttir Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20 Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Dagskráin: Körfuboltakvöld, Formúla 1, World Series og enski boltinn Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Þurfti að hlaupa lengra en frá Reykjavík til Þórshafnar til að vinna HM í bakgarði Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni „Vonandi verður allt á uppleið úr þessu“ Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni „Svekktir að hafa ekki landað sigri“ „Mér bara brást bogalistin“ Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Dæmd í þriggja ára bann en heldur heimsmetinu Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Sjá meira
Djokovic nálgast titlametið í París Opna franska meistaramótið í tennis stendur nú yfir á Roland-Garros leikvanginum í París. Í dag ræðst hvaða leikmenn tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins en úrslitin fara fram um helgina. Vinni Djokovic hinn unga Alcaraz kemst hann skrefi nær titlametinu. 7. júní 2023 18:20