Óðinn Þór og Aðalsteinn meistarar í Sviss Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júní 2023 17:54 Óðinn Þór hefur átt frábært tímabil í Sviss. Kadetten Aðalsteinn Eyjólfsson og Óðinn Þór Ríkharðsson urðu nú rétt áðan svissneskir meistarar í handknattleik með liði Kadetten Schaffhausen eftir sigur á Kriens í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvígi. Kadetten var með 2-1 forystu í einvíginu fyrir leikinn í dag en Kriens vann sigur í algjörum maraþonleik liðanna á sunnudag. Þar þurfti vítakastkeppni til að knýja fram úrslit og óhætt að gera ráð fyrir baráttuleik í dag. Kadetten var sterkara liðið í fyrri hálfleik í dag. Liðið komst 5-1 yfir strax í upphafi og leiddi 10-5 um miðjan fyrri hálfleikinn. Meira jafnvægi komst í leikinn eftir þetta og munurinn fór aldrei yfir fimm mörk fram að hálfleik. Í hálfleik leiddi Kadetten 19-14 og Óðinn Þór var markahæstur heimamanna með fjögur mörk. Kadetten byrjaði síðari hálfleikinn vel og komst í sex marka forystu strax í upphafi. Um miðjan síðari hálfleikinn byrjaði Kriens hins vegar að vinna sig inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn í 28-26 þegar tíu mínútur voru eftir og æsispennandi lokamínútur framundan. Þar voru heimamenn sterkari. Þeir unnu að lokum 32-28 sigur og tryggðu sér Svissneska meistaratitilinn annað árið í röð. Óðinn Þór skoraði fimm mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í leiknum og var markahæstur ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Þetta er í þrettánda sinn sem Kadetten Schaffhausen verður svissneskur meistari í handbolta. Óðinn Þór er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu en Aðalsteinn hefur stýrt liðinu síðan 2020 og er að vinna sinn annan meistaratitil. Aðalsteinn söðlar um í sumar og tekur við þýska liðinu Minden. Handbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira
Kadetten var með 2-1 forystu í einvíginu fyrir leikinn í dag en Kriens vann sigur í algjörum maraþonleik liðanna á sunnudag. Þar þurfti vítakastkeppni til að knýja fram úrslit og óhætt að gera ráð fyrir baráttuleik í dag. Kadetten var sterkara liðið í fyrri hálfleik í dag. Liðið komst 5-1 yfir strax í upphafi og leiddi 10-5 um miðjan fyrri hálfleikinn. Meira jafnvægi komst í leikinn eftir þetta og munurinn fór aldrei yfir fimm mörk fram að hálfleik. Í hálfleik leiddi Kadetten 19-14 og Óðinn Þór var markahæstur heimamanna með fjögur mörk. Kadetten byrjaði síðari hálfleikinn vel og komst í sex marka forystu strax í upphafi. Um miðjan síðari hálfleikinn byrjaði Kriens hins vegar að vinna sig inn í leikinn. Þeim tókst að minnka muninn í 28-26 þegar tíu mínútur voru eftir og æsispennandi lokamínútur framundan. Þar voru heimamenn sterkari. Þeir unnu að lokum 32-28 sigur og tryggðu sér Svissneska meistaratitilinn annað árið í röð. Óðinn Þór skoraði fimm mörk fyrir Kadetten Schaffhausen í leiknum og var markahæstur ásamt tveimur öðrum leikmönnum. Þetta er í þrettánda sinn sem Kadetten Schaffhausen verður svissneskur meistari í handbolta. Óðinn Þór er á sínu fyrsta tímabili hjá liðinu en Aðalsteinn hefur stýrt liðinu síðan 2020 og er að vinna sinn annan meistaratitil. Aðalsteinn söðlar um í sumar og tekur við þýska liðinu Minden.
Handbolti Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Bikarmeistararnir fara norður Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Kærastan tók eftir því að eitthvað var að KA/Þór gerði jafntefli við botnliðið Valskonur unnu 24 marka sigur og ÍR upp í annað sætið „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Janus Daði myndaður í heimsókn hjá Barcelona Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Teitur inn í landsliðið Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Sjá meira