Harmar óþarfa fugladráp og biðlar til kattaeigenda að vera á varðbergi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. júní 2023 16:23 Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. María Huld Markan Sigfúsdóttir María Huld Markan Sigfúsdóttir, íbúi í Vesturbæ Reykjavíkur, segir sárt að verða vitni að því blóðbaði sem á sér stað ár hvert þegar heimiliskettir veitast að fuglum með nýfædda unga í hverfinu. Hún biðlar til kattaeigenda að gera það sem þau geta til þess að koma í veg fyrir óþarfa morð á fuglum. Hún segir frá því að hafa setið úti á verönd að njóta sólarinnar fyrr í dag og fylgst með karlkyns svartþresti sækja mat fyrir nýfædda unga sína. „Næsta sem ég veit eru fjaðrir og blóð út um allt,“ segir María. Þá var fuglinn lentur í gini kattar sem hafði tekið sér veiðitúr. María segist hafa þurft að hafa hraðar hendur og bola kettinum í burtu áður en hann næði kvenfuglinum líka. Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. Aðkoman var ljót. María Huld Markan Sigfúsdóttir „Margir segja að það er ekki hægt að berjast móti kattareðlinu og að kettirnir geta ekkert að þessu gert,“ segir María en ítrekar að eigendur þurfi þrátt fyrir það að sýna ábyrgð, rétt eins og hundaeigendur passi að hundarnir séu ekki að bíta önnur dýr. María bendir á að margt sé hægt að gera til þess að sporna gegn óþarfa fugladrápum katta. Kragar og bjöllur geti til dæmis skipt sköpum. Jafnvel mætti halda heimiliskettinum innandyra ef erfitt reynist að halda honum frá nýbökuðum fuglaforeldrum. Gæludýr Reykjavík Kettir Fuglar Dýr Tengdar fréttir Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Hún segir frá því að hafa setið úti á verönd að njóta sólarinnar fyrr í dag og fylgst með karlkyns svartþresti sækja mat fyrir nýfædda unga sína. „Næsta sem ég veit eru fjaðrir og blóð út um allt,“ segir María. Þá var fuglinn lentur í gini kattar sem hafði tekið sér veiðitúr. María segist hafa þurft að hafa hraðar hendur og bola kettinum í burtu áður en hann næði kvenfuglinum líka. Að sögn Maríu fjölgaði heimilisköttum töluvert í Vesturbænum í heimsfaraldrinum og því sé ástandið nú verra en áður. Aðkoman var ljót. María Huld Markan Sigfúsdóttir „Margir segja að það er ekki hægt að berjast móti kattareðlinu og að kettirnir geta ekkert að þessu gert,“ segir María en ítrekar að eigendur þurfi þrátt fyrir það að sýna ábyrgð, rétt eins og hundaeigendur passi að hundarnir séu ekki að bíta önnur dýr. María bendir á að margt sé hægt að gera til þess að sporna gegn óþarfa fugladrápum katta. Kragar og bjöllur geti til dæmis skipt sköpum. Jafnvel mætti halda heimiliskettinum innandyra ef erfitt reynist að halda honum frá nýbökuðum fuglaforeldrum.
Gæludýr Reykjavík Kettir Fuglar Dýr Tengdar fréttir Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18 Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17 Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Fleiri fréttir Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Sjá meira
Safnaði illa þefjandi sorpi og dæmd til að selja íbúðina Héraðsdómur hefur dæmt eiganda íbúðar í Reykjavík til að flytja úr íbúðinni og selja hana vegna yfirgengilegrar sorpsöfnunar, sem olli nágrönnum gríðarlegum óþægindum. Lögmaður Húseigendafélagsins segir málið algjört undantekningartilvik - og sérstakt fyrir ýmsar sakir. 27. apríl 2023 19:18
Hunda- og kattafólk snýr bökum saman fyrir frumvarp Hunda og kattaeigendur hafa sameinast um undirskriftalista til stuðnings frumvarpi um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Samkvæmt frumvarpinu yrði katta og hundahald í fjölbýlishúsum ekki háð leyfi annarra íbúa. 4. apríl 2023 14:17
Tveir kettir, kannski einn, á fyndnustu gæludýramynd ársins Sigurvegarar hinnar árlegu gæludýraljósmyndakeppni Comedy Pet Photo Awards voru opinberaðir í síðustu viku. Rúmlega tvö þúsund myndir bárust í keppnina þetta árið en sigurvegarinn er Kenichi Morinaga sem tók kostulega mynd ef tveimur köttum, eða jafnvel bara einum. 27. september 2022 12:30