Tekur við vegna ástríðu fremur en nauðsynjar: „Fann ég þyrfti á þessu að halda“ Valur Páll Eiríksson skrifar 7. júní 2023 09:01 Óskar Bjarni Óskarsson, nýráðinn þjálfari Vals. Vísir/Einar Óskar Bjarni Óskarsson var í dag ráðinn þjálfari karlaliðs Vals í handbolta í þriðja sinn á sínum ferli. Hann kveðst fremur vera viljugur en tilneyddur til verkefnisins. Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna Olís-deild karla Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Þrátt fyrir að síðasta leiktíð hafi illa fyrir Val þar sem liðið tapaði þónokkrum leikjum í röð undir lok leiktíðar og féll út fyrir Haukum í 8-liða úrslitum segir Óskar Bjarni það hafa verið stórskemmtilegt. „Þetta var skrýtinn endir á eiginlega frábæru tímabili. Auðvitað viltu alltaf fara alla leið og spila til úrslita, en ef ég ætti að skipta þessu tímabili fyrir eitthvað annað þá myndi ég líklega ekki gera það. Mér fannst félagið standa sig alveg frábærlega, sjálfboðaliðar og allir í kringum þetta Evrópuævintýri þar sem við spilum eiginlega tólf úrslitaleiki,“ „Þetta var frábært fyrir strákana og okkur öll.“ segir Óskar Bjarni. Verið í pípunum um hríð Óskar var aðstoðarþjálfari Snorra Steins Guðjónssonar og tekur við keflinu af honum eftir að hann var ráðinn landsliðsþjálfari karla. Hann ráðninguna því hafa legið fyrir um hríð og hann hafi nýtt þann tíma vel til að hugsa sig um hvort hann vildi taka verkefnið að sér. „Við getum sagt að þetta hafi legið aðeins fyrir. Við erum búin að vera að undirbúa jarðveginn frá því að nafn Snorra var á lista og HSÍ í sinni vinnu með það,“ „Í sjálfu sér var ég líka ánægður með það að ég vildi raunverulega taka við þessu. Ekki bara af því að ég væri Óskar Bjarni og hefði verið lengi í Val, heldur fór félagið og stjórnin í gegnum góða vinnu,“ segir Óskar Bjarni. Forréttindi að vinna hjá Val sama hvert verkefnið er Óskar vildi því vera þess viss að hann hefði drifkraftinn og ástríðuna fyrir því að sinna þessu starfi - og hann er þess fullviss. „Ég vildi ganga í gegnum þetta sjálfur, hvort þetta væri löngunin. Ef þú ætlar að taka við einu af toppliðunum sem unnið marga titla þarftu að vera mjög hungraður og alltaf að vera á tánum í þessari íþrótt. Þetta breytist bara frá ári til árs og þú getur sofnað,“ „Ég vildi sjálfur fara í gegnum það og fann að ég var mjög spenntur. Þetta er áhugavert og ég fann ég þyrfti á þessu að halda. Það að vera aðalþjálfari og aðstoðarþjálfari er mikill munur en mér er í sjálfu sér alveg sama hvað ég geri í Val. Það eru alveg jafn mikil forréttindi fyrir mig að vera þjálfari sjötta flokk karla eða kvenna eða meistaraflokkinn,“ „En þetta er auðvitað ansi stórt. Þetta er hópur er góður og mér finnst félagið vera á mjög góðum stað svo það kitlaði mig verulega og það var góð tilfinning,“ segir Óskar Bjarni. Viðtalið má sjá að ofan en lengri útgáfu af því má sjá í spilaranumn að neðan. Klippa: Viðtal við Óskar Bjarna
Olís-deild karla Valur Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira