Vinnslustöðin lagði ríkið í makrílbaráttu upp á milljarða króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. júní 2023 15:33 Sigurgeir B. Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar. Vinnslustöðin Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða sjávarútvegsfyrirtækinu Vinnslustöðinni rúman milljarð króna í bætur vegna úthlutunar aflaheimilda á makríl á árunum 2011 og 2018. Vinnslustöðin og Huginn stefndu ríkinu en Vinnslustöðin keypti svo Huginn árið 2021 á meðan málsókninni stóð. Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði sagt það eðlilega kröfu enda væri allt samfélagið að sýna ábyrgð á erfiðum tímum. „En þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða króna vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til þess að efla samstöðu í samfélaginu,“ sagði Katrín í pontu Alþingis og var ekki skemmt yfir kröfunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa væntingar til þess að ríkið ynni málið. Bjarni lagði áherslu á að reikningurinn yrði greiddur af greininni, ekki skattgreiðendum. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Fór svo að ríkið var dæmt til að greiða Huginn 329 milljónir króna auk dráttarvaxta. Ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni um 515 milljónir króna í bætur auk dráttarvaxta. Huginn er í dag í eigu Vinnslustöðvarinnar. Heildarupphæðin sem ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni mun því á endanum, að dráttarvöxtum meðtöldum, rúmum milljarði króna. Koma verður í ljós hvort ríkið áfrýi dómunum tveimur til Landsréttar. Uppfært klukkan 16:29 Í fyrri útgáfu stóð að heildarupphæðin væri nærri tveimur milljörðum króna. Hið rétta er að upphæðin er nær einum milljarði króna. Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Forsaga málsins er sú að sjö fyrirtæki kröfðust rúmlega tíu milljarða króna af íslenska ríkinu vegna aflaheimildanna. Fimm af fyrirtækjunum sjö féllu frá málsókn sinni til að sýna samstöðu vegna kórónuveirufaraldursins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafði sagt það eðlilega kröfu enda væri allt samfélagið að sýna ábyrgð á erfiðum tímum. „En þá verður maður líka reiður þegar fyrirtæki í sjávarútvegi gera kröfu á ríkið upp á ríflega tíu milljarða króna vegna makrílúthlutunar. Það er ekki góð leið til þess að efla samstöðu í samfélaginu,“ sagði Katrín í pontu Alþingis og var ekki skemmt yfir kröfunni. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagðist hafa væntingar til þess að ríkið ynni málið. Bjarni lagði áherslu á að reikningurinn yrði greiddur af greininni, ekki skattgreiðendum. Eskja, Gjögur, Ísfélag Vestmannaeyja, Loðnuvinnslan og Skinney-Þinganes féllu frá málsókninni en Huginn og Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum héldu henni til streitu. Héraðsdómur Reykjavíkur komst í dag að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð vegna þess að Huginn og Vinnslustöðinni hefði verið úthlutað minni aflaheimildum á þessu tímabili en skylt var samkvæmt lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands. Fór svo að ríkið var dæmt til að greiða Huginn 329 milljónir króna auk dráttarvaxta. Ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni um 515 milljónir króna í bætur auk dráttarvaxta. Huginn er í dag í eigu Vinnslustöðvarinnar. Heildarupphæðin sem ríkið þarf að greiða Vinnslustöðinni mun því á endanum, að dráttarvöxtum meðtöldum, rúmum milljarði króna. Koma verður í ljós hvort ríkið áfrýi dómunum tveimur til Landsréttar. Uppfært klukkan 16:29 Í fyrri útgáfu stóð að heildarupphæðin væri nærri tveimur milljörðum króna. Hið rétta er að upphæðin er nær einum milljarði króna.
Sjávarútvegur Dómsmál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09 Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45 Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52 Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Huginn vill halda kröfunni til streitu en Vinnslustöðin fundar síðdegis Fimm útgerðir af sjö sem stóðu að málsókn á hendur íslenska ríkinu vegna úthlutun makrílaflaheimilda ákváðu í gær að falla frá henni. 16. apríl 2020 13:09
Segir ummæli fjármálaráðherra ekki ganga upp í réttarríki Stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum hefur hingað til verið einhuga um að halda til streitu kröfu um bætur vegna úthlutunar veiðiheimilda á makríl. Horft verði þó til orða forsætisráðherra en stjórn fundar um málið á morgun. 15. apríl 2020 19:45
Ætla að „lúra“ á ákvörðun um makrílmálsókn Engin ákvörðun var tekin um hvort málsókn Vinnslustöðvarinnar gegn íslenska ríkinu vegna úthlutunar makrílkvóta verði haldið til streitu á stjórnarfundi síðdegis í dag. Framkvæmdastjóri Hugins vill halda málinu áfram. 16. apríl 2020 20:52
Vinnslustöðin fær að kaupa félög sem veltu fjórum milljörðum Samkeppniseftirlitið hefur heimilað kaup Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum á Útgerðarfélaginu ÓS og fiskvinnslunnar Leo Seafood. Hluthafar ÓS og Leo Seafood nýta hluta af kaupverðinu til að byggja upp landeldi í Vestmannaeyjum. 14. apríl 2023 10:40