Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“ Valur Páll Eiríksson skrifar 6. júní 2023 08:02 Twana Khalid Ahmed segir pylsusölu og dómgæslu fara vel saman. Vísir/Sigurjón Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann. Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan. Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Twana kom hingað til lands árið 2017 ásamt fjölskyldu sinni en þurfti að bíða í rúm tvö ár eftir því að fá kennitölu og réttindunum sem henni fylgja. Hann gat ekki fengið vinnu eða stofnað bankareikning á meðan þeirri bið stóð. Hann var hins vegar snöggur að finna sér vinnu hjá Bæjarins bestu pylsum árið 2019 eftir að hann fékk kennitölu úthlutað. „Ég vinn þar í fullu starfi og hef unnið það í fjögur ár. Þetta var fyrsta vinnan mín á Íslandi,“ segir Twana sem var fyrst um sinn ekki heimilt að dæma fyrir KSÍ þrátt fyrir að bjóðast til þess að gera það frítt. „Ég kom í júní árið 2017. En ég þurfti að bíða í tvö ár eftir kennitölu og dvalar- og starfsleyfi hér. Ég gat dæmt nokkra æfingaleiki hjá KR vegna þess að ég bjó nærri KR-vellinum,“ „Ég fór til KSÍ og bauðst til þess að dæma fyrir þá launalaust. Sambandið samþykkti það ekki þar sem mér var tjáð að ég þyrfti að fá laun. En ég átti hvorki kennitölu né bankareikning. Því þurfti ég að bíða í um tvö og hálft ár eftir því,“ segir Twana. Twana Khalid Ahmed fer yfir málin með fréttamanni.Vísir/Sigurjón Vinnuveitendurnir stoltir Hann segir þá vinnuveitendur sína hjá Bæjarins bestu taka mikið tillit til dómgæslunnar sem oft fylgja heillöng ferðalög um allt land. „Þeir eru mjög skilningsríkir og hafa hjálpað mér. Ég fæ frí þegar ég þarf að dæma, jafnvel þó stundum sé skammur fyrirvari þá skilja þeir það. Þeir eru alltaf tilbúnir að aðstoða mig og eru stoltir af mér.“ En hvernig fer það saman að selja pylsur á daginn og að dæma á kvöldin? „Það er frábært. Ég er mjög ánægður hér hjá Bæjarins bestu þar sem ég fæ að hitta allskyns fólk frá mörgum mismunandi löndum og menningarheimum. Það er mér gott,“ segir Twana. Minn tími mun koma Í viðtali fyrir um þremur árum síðan sagði Twana það vera markmið sitt að dæma í efstu deild karla. Það tókst á fimmtudaginn var þegar hann fyllti í skarðið fyrir Einar Inga Jóhannsson, dómara leiks Fylkis og KR, sem fór meiddur af velli. „Ég varð mjög spenntur þegar hann sagði mig að gera mig kláran í að koma inn á og fara úr jakkanum. Ég var ánægður en fann til með honum. Ég hafði gott af þessu og ég var mjög ánægður að fá tækfæri,“ „Ég er mjög spenntur fyrir því að fá að dæma leiki sem aðaldómari. Mér liggur þó ekkert á þar sem venjan er sú að vera fjórði dómari í fjölda leikja, kannski í eitt og hálft ár. Minn tími mun koma.“ Fjölskyldan mætti á völlinn Fjölskylda Twana var á leiknum á fimmtudaginn og studdi vel við bakið á sínum manni. „Þau voru þarna. Í upphafi leiks þegar vallarþulurinn kynnti dómarann og svo varadómarann: Twana Khalid, þá sagði eldri dóttir mín stolt: Þetta er pabbi minn!“ Viðtalið við Twana Khalid Ahmed má sjá í spilaranum að ofan.
Besta deild karla KSÍ Innflytjendamál Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira