Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 17:06 Maðurinn játaði brot sín að hluta til og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira