Hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot og dreifingu myndbanda Kristinn Haukur Guðnason skrifar 5. júní 2023 17:06 Maðurinn játaði brot sín að hluta til og var horft til þess við ákvörðun refsingar. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fyrrverandi kærustu sinni. Tók maðurinn upp kynferðisleg myndbönd og dreifði þeim til eiginmanns konunnar og víðar. Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum. Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira
Dómurinn var birtur í dag í Héraðsdómi Reykjaness. Hlaut maðurinn sex mánaða fangelsi en þrír mánuðir af dómnum er bundið skilorði til þriggja ára. Þá var farsími mannsins gerður upptækur og honum gert að greiða málsvarnarlaun og þóknun skipaðs réttargæslumanns, samanlagt rúmar 900 þúsund krónur. Fallið var frá einkaréttarkröfu í málinu. Brotin áttu sér stað árin 2019 og 2020. Manninum var gefið að sök að hafa í að minnsta kosti þrjú skipti tekið bæði myndbönd og ljósmynd af samförum og öðrum kynferðismökum þeirra án samþykkis eða vitneskju hennar. Þá hafi hann sent eiginmanni konunnar þessi myndbönd í gegnum samskiptaforritið WhatsApp, sem hafi smánað og móðgað hana. Einnig hafi hann dreift myndskeiðunum í 58 skipti án hennar samþykkis. Hótaði að keyra bíl í sjó Mánudaginn 6. júlí árið 2020 var manninum gefið að sök að hafa veist að konunni í svefnherbergi á heimili hans, „klipið hana í kynfærasvæði, tekið um höfuð hennar og í tvígang slegið því í gluggakistu og slegið hana á báðar rasskinnar, allt með þeim afleiðingum að hún hlaut þreifieymsli á kynfærasvæði, aftan á höfði og á báðum rasskinnum,“ eins og segir í dóminum. Maðurinn notaði samskiptaforritið WhatsApp til að drefia myndböndum.Getty Þá hafi maðurinn ítrekað sent konunni hljóðskilaboð sem hann hafi lýst henni sem óheiðarlegri, uppnefnt hana og hótað að eyðileggja líf hennar og eigur. Meðal annars að hann hafi ætlað að keyra bifreið hennar í sjóinn. Játaði að hluta Maðurinn játaði skýlaust þrjá ákæruliði af fimm, það er þá sem vörðuðu dreifingu á myndböndum og hótanir. Horft var til þess við ákvörðun refsingar sem og að sakarferill mannsins hefði ekki áhrif á refsingu. „Á hinn bóginn verður að líta til þess að brot ákærða voru alvarleg og fólu annars vegar í sér grófa röskun á friðhelgi einkalífs brotaþola, sem var ákærða nákomin, með því taka upp og senda eða hótað að senda viðkvæmt myndefni af brotaþola og hins vegar með þeim alvarlegu hótunum sem beindust að brotaþola sem voru til þess fallnar að valda henni ótta um líf, heilbrigði eða velferð hennar eða annarra,“ segir í dóminum.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Stafrænt ofbeldi Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fleiri fréttir Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Sjá meira