„Fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu“ Stefán Árni Pálsson og Aron Guðmundsson skrifa 4. júní 2023 19:00 Freyr Alexanderson hefur gert magnaða hluti hjá Lyngby Vísir/Getty Freyr Alexandersson þjálfari danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby, sem í gær vann kraftaverk sem tekið var eftir í Danmörku er liðið hélt sæti sínu í deildinni, segir afrek gærdagsins vera það stærsta á sínum þjálfaraferli. Hann hafði ávallt trú á því að liðinu tækist það sem margir töldu ómögulegt. „Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“ Danski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Mér líður rosalega vel í dag, nú er þetta búið að renna upp fyrir mér,“ segir Freyr í viðtali við Stöð 2. „Ég var rosalega ruglaður í gær og átti erfitt með að meðtaka þetta á vellinum eftir leik. Það rann eiginlega ekki upp fyrir mér fyrr en seint í nótt þegar ég var kominn heim og í morgun sem þetta rann almennilega upp fyrir mér. Mér líður alveg ótrúlega vel.“ Lyngby hefur þurft að kynnast botnsætinu í dönsku úrvalsdeildinni allt of vel og þegar að staðan var sem verst var liðið sextán stigum frá öruggu sæti í deildinni. Höfðu fáir trú á þessu „Þetta var seint í vetur en einhverra hluta vegna hafði ég alltaf trú á þessu en þurfti að sama skapi að leggja á mig mikla vinnu bara til að halda trúnni.“ „Ég hélt mér við staðreyndir og hafði tæra sýn á stefnu okkar, hvernig við vildum gera þetta en það voru fáir í kringum mig sem höfðu trú á þessu á svörtustu tímunum. Nú hafa þeir einstaklingar, til að mynda stjórnarmenn mínir, opnað sig um það.“ Freyr tolleraður af leikmönnum Lyngby eftir leik gærdagsinsVísir/Getty En hvernig útskýrirðu það að þið hafið náð að bjarga ykkur frá falli að lokum? „Ég á svolítið erfitt með það að vera einhver snillingur í þessu og benda nákvæmlega á það hvað það var. En ef ég tala fyrst um staðreyndirnar þá skoðaði ég alla undirliggjandi þætti leiksins eftir fyrri hluta tímabilsins hjá þessum liðum sem enduðu síðan á því að falla. Hjá þessum liðum, sérstaklega Horsens, stefndi ekkert í þeirra leik í það að þeir myndu ná í jafnmörg stig á seinni hluta tímabilsins líkt og þau gerðu fyrir jól. Á sama tíma spiluðum við miklu betur en við fengum stig fyrir. Ég hafði því ákveðnar staðreyndir á bak við mig að ef við myndum halda áfram að gera hitt og þetta sem var gott í okkar leik þá á einhverjum tímapunkti hljóta þeir að hætta að verða heppnir og við að verða eitthvað heppnir. Þetta jafnast alltaf út á endanum.“ Stuðningsmenn Lyngby með íslenska fánann í stúkunni.Vísir/Getty Vildi losa um neikvæða orku Þá losaði Freyr sig við leikmenn sem honum fannst ekki hafa trú á verkefninu. „Leikmenn sem voru farnir að hugsa um sjálfan sig. Ekki næstum því allir af þeim leikmönnum sem fóru voru þó með þannig þankagang. Sumir voru hreinlega bara seldir af því að við fengum góðan pening fyrir þá. En það voru jú nokkrir leikmenn sem ég lét hreinlega fara til þess að losa um neikvæða orku og fá góða orku inn í hópinn í staðinn.“ Og það er alveg ljóst í huga Freys hvar þetta afrek stendur á hans þjálfaraferli til þessa. „Þetta er mitt stærsta afrek sem þjálfari, á því liggur enginn vafi. Þetta er mjög stórt og ég er mjög stoltur af mér sjálfum, starfsliðinu mínu sem og leikmönnum. Þetta hefur verið ævintýri líkast.“ Alfreð Finnbogason hefur verið á mála hjá Lyngby á yfirstandandi tímabili Íslendingarnir alvöru karakterar Þrír íslenskir leikmenn eru á mála hjá Lyngby. Þeir Sævar Atli Magnússon, Alfreð Finnbogason og Kolbeinn Finnsson. „Allir þessir þrír leikmenn eru með ákveðið hugarfar sem ég horfði mjög sterkt í þegar að ég tók þá. Hugarfar þeirra hefur smitast út í leikmannahópinn. Þeir eru leiðtogar á sinn eigin hátt, eru mjög vinnusamir og það síðan fyrir utan hæfileikana sem þeir búa yfir inn á vellinum. Þetta eru alvöru karakterar og það hefur klárlega smitað út frá sér í leikmannahópinn.“
Danski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira