„Hann veit manna best að hann þarf að gera eitthvað í sínum málum“ Smári Jökull Jónsson skrifar 3. júní 2023 12:00 Snorri Steinn Guðjónsson var gestur í nýjasta þætti Handkastsins. Vísir/Vilhelm Snorri Steinn Guðjónsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, var gestur í nýjasta þætti Handkastsins þar sem hann ræddi landsliðið við Arnar Daða Arnarsson stjórnanda hlaðvarpsins. Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum. Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Snorri Steinn Guðjónsson var í vikunni ráðinn landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik en hann tekur við liðinu sem hafði verið þjálfaralaust í 100 daga eftir að Guðmundi Guðmundssyni var sagt upp störfum. Snorri Steinn var gestur í nýjasta þætti handboltahlaðvarpsins Handkastið þar sem hann og Arnar Daði Arnarsson, sérfræðingur Stöð 2 Sport og stjórnandi Handkastsins, fóru yfir víðan völl í umræðu um karlalandsliðið í handbolta. Meðal þess sem þeir Arnar Daði og Snorri Steinn ræddu var staðan á Aroni Pálmarssyni landsliðsfyrirliða. Aron er á leið heim til FH í sumar og mun leika með liðinu í Olís-deild karla á næsta tímabili. Umræða skapaðist um stöðu Arons í landsliðinu eftir EM í janúar en Aron hefur verið óheppinn með meiðsli á sínum landsliðsferli og lent í því oftar en einu sinni að þurfa að hætta keppni eða forfallast á stórmóti. „Auðvitað hef ég áhyggjur af því að einn besti leikmaður sem við höfum átt hefur verið mikið meiddur. Það er alveg óháð því hvort hann heitir Aron, Ómar Ingi eða Gísli Þorgeir,“ sagði Snorri Steinn. „Ætli það verði ekki versti parturinn af þessu, það er að standa af sér desember og vona að enginn meiðist. Það er áhyggjuefni. Það að hann fari í FH, auðvitað væri frábært ef hann væri áfram í sterkustu deildum í heiminum að spila þar á fullu. Hann tekur þessa ákvörðun og hún er ekki bara handboltalegs eðlis og við þurfum að virða það. “ Snorri Steinn segist hafa rætt við Aron og segir að það vanti ekki viljann eða löngunina hjá honum að koma sér á lappir. „Ég er búinn að ræða við Aron, hann er fáránlega mótiveraður fyrir þessu. Hann veit manna best sjálfur að hann þarf að gera eitthvað, hann þarf að gera eitthvað í sínum málum. Hann er að gera það, það er ekki eins og hann sé bara heima að borða Snickers. Það er bara þvæla.“ „Það vantar ekki viljann og löngunina til að koma sér á lappir.“ „Væri til í að sleppa við það“ „Varðandi hans hlutverk þá er ég með ákveðnar hugmyndir. Ég er ekkert að fara að umturna hans hlutverki og ég ætla ekkert að tala of mikið um það. Ég ætla bara að setjast niður með honum þegar hann flytur heim í sumar og fara aðeins yfir hvað ég sé fyrir mér frá honum.“ „Aron Pálmarsson í dúndurstandi, það segir sig sjálft að það er lykilleikmaður í þessu landsliði,“ bætti Snorri Steinn við. Síðasta spurningin sem Snorri Steinn fékk var áhugaverð en þá spurði Arnar Daði hann að því hvort hann myndi banna leikmönnum landsliðsins að tjá sig á samfélagsmiðlum á meðan á stórmótum stendur. „Ertu að hugsa um Bjögga?,“ spurði Snorri Steinn með gamansömum tón en Björgvin Páll Gústavsson, markvörður Vals og landsliðsins, hefur í gegnum tíðina verið duglegur að tjá sig á samfélagsmiðlum um landsliðsverkefni og ýmis önnur mál. Skemmst er að minnast málsins sem kom upp á milli Björgvins Páls og Kristjáns Arnar Kristjánssonar, félaga hans í landsliðinu, þar sem Björgvin fór mikinn á samfélagsmiðlum og tilkynnti meðal annars að hann myndi ekki gefa kost á sér í næsta verkefni landsliðsins. Málið leystist þó farsællega. „Ég talaði nú við Karenu konuna hans um daginn og spurði hvort hún gæti ekki bara tekið internetið úr sambandi um daginn. Við bara sjáum hvaða leið ég fer í því. Ef þú ert að vitna í þetta sem var um daginn þá væri ég til í að sleppa við það,“ sagði Snorri Steinn að lokum.
Handkastið Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31 Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20 „Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31 Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00 Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Leik lokið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Sjá meira
Snorri Steinn jafngamall Þorbirni Jens og einu ári eldri en Gummi Gumm Snorri Steinn Guðjónsson er tekinn við sem þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta en hann er þó ekki í hópi þeirra sem hafa yngstir tekið við landsliði Íslands. 2. júní 2023 10:31
Eigum að geta keppt um verðlaun inn á milli „Ég er mjög sáttur. Ég tel að við höfum tekið rétta ákvörðun út frá þeim möguleikum sem við höfðum,“ sagði Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, eftir að hafa kynnt Snorra Stein Guðjónsson sem nýjan landsliðsþjálfara karla í handbolta. 2. júní 2023 07:20
„Mjög stoltur að geta kallað mig landsliðsþjálfara“ Snorri Steinn Guðjónsson segist stoltur yfir því að hafa verið ráðinn þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 15:31
Snorri Steinn í fullt starf og skrifaði undir þriggja ára samning Vísir var með beina útsendingu og textalýsingu frá blaðamannafundi HSÍ þar sem Snorri Steinn Guðjónsson var kynntur sem næsti þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta. 1. júní 2023 13:00