Aðallega Glock-skammbyssur og MP5-byssur í 185 milljóna króna vopnapakka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2023 15:24 Leyniskytta úr hópi lögreglu á þaki Hörpu á leiðtogafundinum. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri keypti vopn og skotfæri fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins fyrir um 185 milljónir króna. Þetta kemur fram í samantekt á vef lögreglunnar þar sem segir að engar hríðskotabyssur hafi verið keyptar. Gert er ráð fyrir að endanlegt fjárhagslegt uppgjör á fundinum af hálfu lögreglu liggi fyrir í lok júlí. Launaliðurinn er sagður einn stærsti einstaki þátturinn og enn eigi eftir að klára að gera hann upp í samvinnu með embættum lögreglu vítt og breyttum landið. Um 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í verkefninu, 96 erlendir lögreglumenn og um 120 borgarlegir starfsmenn lögreglu. Keypt voru skotvopn og skotfæri vegna fundarins fyrir um 185 milljónir króna. Þar er helst um að ræða Glock-skammbyssur og MP5-byssur. Hér er ekki um að ræða hríðskotabyssur. Keypt var inn annar mikilvægur búnaður vegna fundarins. Til að mynda vélhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt vegna lífvarðagæslu fyrir 12 milljónir. Allt er þetta búnaður sem mun nýtast lögreglu áfram í fjölbreyttum verkefnum. „Lögreglan fékk mikla þjálfun í aðdraganda fundarins og er nú betur í stakk búin að takast á við krítískar aðstæður ef þær koma hér upp, bæði hvað varðar búnað og þjálfun,“ segir á vef lögreglunnar. Að neðan má sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni. Uppfært: MP5-byssurnar flokkast sem hríðskotabyssur. Samvkæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra eru byssurnar sem keyptar voru þó eingöngu hálfsjálfvirkar. Hvenær vopnast lögreglan? Um það hvenær lögregla vopnast og með hvaða hætti gilda strangar verklagsreglur sem ekki stendur til að breyta þrátt fyrir aukinn tækjabúnað. Almenn lögregla er alla jafna ekki vopnuð og stendur ekki til að breyta því. Hins vegar er mikilvægt að tryggja næga þjálfun og besta mögulega búnað, þá ekki síst varnarbúnað eins og vesti og hjálma, komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Almenn lögregla vopnast aðeins þegar nauðsyn ber til s.s. ef mæta þarf vopnuðum einstaklingi. Þetta á ekki síst við á þeim svæðum þar sem sérsveit er ekki til staðar og því útkallstími lengri en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa komið upp tilvik þar sem lögregla vopnast vegna hækkaðs viðbúnaðarstigs eins og átti sér stað á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stóð. Um skotvopnin Keypt voru skotvopn og skotfæri vegna fundarins fyrir um 185 milljónir króna. Þar er helst um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 NS 9mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur, þetta eru vopnin sem almennir lögreglumenn sáust með við öryggisgæslu á fundinum. Vekja má sérstaka athygli á því að MP vopnin falla í flokk hálfsjálfvirkra vopna en ekki sjálfvirkra, hér er því alls ekki um hríðskotabyssur að ræða enda hefur almenn lögregla ekkert við slík vopn að gera. Eins og staðan er núna eru vopnin í vörslu embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veittar upplýsingar um fjölda skotvopna eða staðsetningu Samkvæmt 1. tölulið 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Enda þótt umrætt ákvæði feli í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna, um rétt almennings til aðgangs að gögnum, er tekið fram í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, að skýra beri ákvæðið tiltölulega rúmt. Er vísað til þess að ákvæðinu sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og berist upplýsingar þeim tengdar út geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í athugasemdunum að með öryggi ríkisins í skilningi 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sé meðal annars vísað til þess hlutverks ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og að skipulag löggæslu kunni að falla þar undir. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu s.s. fjölda skotvopna falla að mati embætti ríkislögreglustjóra undir upplýsingar sem geta haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Það mat byggist m.a. á breyttum forsendum hvað varðar þjóðaröryggi. En frá því í febrúar 2022 hefur staðan í öryggis- og varnarmálum Evrópu tekið miklum breytingum. Fyrir liggur að almenningur hefur almennar upplýsingar um búnað lögreglu í þeim tilgangi að tryggja gagnsæi og traust samfélagsins til lögreglu. Þetta á við um hvers konar vopn í eigu lögreglunnar. Nákvæmar upplýsingar um fjölda og staðsetningu skotvopna lögreglu gefa tækifæri til að sjá með auðveldum hætti getu lögreglunnar til að verjast í þeim tilfellum þegar lögregla þarf að grípa til vopna með skömmum fyrirvara til að verjast fyrstu tilraunum til að taka yfir stjórn og fullveldi landsins. Með vísun til framangreinds gæti það stofnað öryggi ríkisins í hættu ef slík vitneskja um vopnaeign lögreglu væri á allra vitorði. Slík vitneskja gæti jafnframt valdið lögreglumönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum. Annar búnaður vegna leiðtogafundar Endanlegt uppgjör lögreglu á kostnaði vegna leiðtogafundarins mun liggja fyrir í lok júlí en bæði var keyptur inn varnarbúnaður og tæki vegna fundarins. Lögreglu mótorhjól voru til dæmis keypt inn fyrir rúmar 36 milljónir. Hjálmar voru keyptir inn fyrir tæpar 47 milljónir frá TST Protection LTD. Var niðurstaða, eftir skoðun, að kaupa þessa hjálma þar sem þóttu henta vel fyrir verkefnin sem þeim voru ætluð. Lögregluvesti voru keypt inn frá fyrirtækjunum Lindnerhof og Hiss fyrir samtals tæpar 56 milljónir. Jakkaföt voru keypt inn fyrir lögreglumenn sem sinntu lífvarðagæslu og öryggisgæslu í Hörpu og í fylgdum þjóðarleiðtoga, þau kostuðu um 12 milljónir og voru keypt af NorthWear. Búnaðurinn er allur eign lögreglu en jakkafötin er starfsmannafatnaður sem nýtist áfram við óeinkennisklædd lögreglustörf svo sem lífvarðagæslu en fjöldi lögreglumanna fékk þjálfun í fylgd þjóðarleiðtoga og lífvarðagæslu í tengslum við leiðtogafundinn. Að fá lánað eða kaupa Til er samkomulag á milli Norðurlandanna um lán á ýmsum löggæslubúnaði en vopn eru þar undanþegin. Þrátt fyrir það var kannað hvort eitthvert Norðurlandanna gætu lánað okkur vopn vegna leiðtogafundarins en svo reyndist ekki vera. Í ljósi ástandsins í heiminum er þessi markaður mjög erfiður og eðli málsins samkvæmt eru vopn almennt ekki lánuð, erlenda lögregluaðstoðin kom með sín vopn og það dró úr þörf á innkaupum á búnaði. Embætti ríkislögreglustjóra sá um kaupin á skotvopnunum og öðrum búnaði vegna leiðtogafundarins og eru kaupin hluti af kostnaði ríkisins vegna fundarins. Ætla má að amk hluti af þessum vopnum og öðrum búnaði hefði verið keyptur inn af lögreglu á einhverjum tímapunkti á næstu árum en fundurinn varð til þess að lögregla komst ekki hjá því að fara í þessi kaup strax. Innkaupaferli Fljótlega eftir að staðfest var í nóvember 2022 að leiðtogafundur Evrópuráðsins færi fram á Íslandi í maí 2023 varð ljóst að byrja þurfi innkaupaferli strax á ýmsum búnaði og má þar helst nefna bifhjól, varnarbúnað, vopn og annan sértækan búnað. Um er að ræða innkaup á búnaði sem alla jafna er ekki til á lager í landinu og með langan afgreiðslutíma sem hefur jafnvel lengst verulega vegna stríðsástands í Úkraínu. Því var mikið undir að hefja samtal strax til að eiga þess kost að fá vörurnar til landsins fyrir fundinn og í sumum tilvikum fyrr svo æfingar geti hafist. Farið var í verðkönnun á þeim búnaði sem kostur var á í ljósi þess tímaramma sem lögregla þurfti að vinna með í ferlinu en til að mynda var farið í verðfyrirspurn vegna kaupa á jakkafötum. Bifhjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þegar með bifhjól í pöntun og var samband haft við söluaðila uppá möguleika á að bæta við fleiri hjólum. Til að hægt væri að afgreiða bifhjólin tímanlega fyrir fundinn þurfti pöntun að fara strax af stað. Þann 5. desember 2022 var pöntun um 5 hjóla því staðfest. Varnarbúnaður Þau vesti lögreglu sem keypt voru, eru þau sömu og lögreglan var með í notkun og byggir það m.a. á því að ásýnd sé eins sem og að aukavarnir passi. Ljóst er að afgreiðslutími vestanna er langur og hefur afgreiðslutími undanfarið verið langur á þeim vestum sem pöntuð hafa verið. Söluaðili tryggði að umbeðin vesti yrðu afgreidd fyrir fundinn að höfðu samráði við framleiðanda. Vestin voru afhent rétt fyrir fundinn. Þá var í undirbúningi útboð á vestum fyrir sérsveit, þegar upplýsingar um leiðtogafund lágu fyrir þá var líka orðið ljóst hver afgreiðslutími vestanna væri og til að hægt yrði að afhenda þau í tíma fyrir komandi fund og verkefni sem honum tengdust þurfti að panta hann í tíma en afgreiðslufrestur er almennt mjög langur á þessum búnaði. Áður fegnar upplýsingar um afgreiðslutíma uppá 30-34 vikur. Mátanir og mælingar fóru fram í desember, vestin voru pöntuð og voru þau afgreidd til landsins mánaðarmótin mars/apríl. Vopn Embættið keypti vopn af fjórum söluaðilum í aðdraganda fundarins, það eru fyrirtækin Capsicum, Heckler & Koch, Sako og Veiðihúsið Sakka. 4 tegundir vopna voru keypt í aðdraganda fundarins. Langstærstur hluti vopnana eru af tegundunum MP5 og Glock. Þá voru tvær aðrar tegundir vopna keypt til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra. Hafði áður farið fram töluverð skoðun og í einhverjum tilvikum prófun á slíkum vopnum, óháð fundinum. Það sem réð ákvörðun um þau vopn sem keypt voru var ráðgjöf frá samstarfsaðilum á Norðurlöndunum sem og niðurstaða prófana sem sérfræðingar innan sérsveitar höfðu gert. Pantanir á þessum vopnum fóru fram í desember og byrjun janúar og um tíma var ekki öruggt að allt myndi skila sér fyrir fundinn. Síðustu vopnin voru þó móttekin mánaðarmótin apríl/maí 2023. Af hverju þarf lögreglan þennan búnað? Nýorðnar breytingar í öryggis- og varnarmálum í Evrópu hafa sett mikilvæga innviði og borgaralegar varnir Íslands í nýtt samhengi. Lögregla getur við ákveðnar aðstæður þurft með mjög skömmum fyrirvara að setja upp varðgæslueftirlit með vopnuðum lögreglumönnum. Mikil vinna hefur farið fram af hálfu Almannavarnardeildar RLS hvað varðar virkni samfélagsins og krítíska innviði. Umhverfið á Íslandi hefur líka breyst að nokkur leiti. Íslendingar eiga hlutfallslega mikið af vopnum miðað við önnur Evrópulönd. Mikil fjölgun hefur orðið í innflutningi hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna sem flutt hafa verið inn á grundvelli safnaraleyfis. Vert er að nefna að skipulögð brotastarfsemi er þó tækluð fyrst og fremst með upplýsingamiðaðri löggæslu en ekki vopnum, með því að elta peningana, til að mynda með alþjóðasamstarfi lögreglu og góðri rannsóknarvinnu hér heima. Lögreglan hefur haft áhyggjur af auknum hnífaburði og notkun eggvopna á almanna færi en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Þar eru lausnirnar helst fólgnar í aukinni fræðslu og réttum úrræðum fyrir þau sem upplifa óöryggi á almanna færi. Þetta eru forvarnir sem lögregla leggur nú aukna áherslu á með verkefni um samfélagslögreglu og auknu samráði þvert á embætti og stofnanir ríkisins. En þegar lögreglu berast tilkynningu um vopnaburð einstaklinga eða hópa þá verða lögreglumenn að vopnast, þó að markmiðið sé auðvitað alltaf að koma öllum heilum heim og draga úr spennu þegar þörf og kostur er á. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að lögregla hafi gott aðgengi að góðum búnaði til þess að takast á við slík verkefni af öryggi og festu og að lögreglumenn sé vel þjálfaðir til þess að meta aðstæður og bregðast við af þekkingu og yfirvegun. Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Skotvopn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Gert er ráð fyrir að endanlegt fjárhagslegt uppgjör á fundinum af hálfu lögreglu liggi fyrir í lok júlí. Launaliðurinn er sagður einn stærsti einstaki þátturinn og enn eigi eftir að klára að gera hann upp í samvinnu með embættum lögreglu vítt og breyttum landið. Um 650 íslenskir lögreglumenn hafi tekið þátt í verkefninu, 96 erlendir lögreglumenn og um 120 borgarlegir starfsmenn lögreglu. Keypt voru skotvopn og skotfæri vegna fundarins fyrir um 185 milljónir króna. Þar er helst um að ræða Glock-skammbyssur og MP5-byssur. Hér er ekki um að ræða hríðskotabyssur. Keypt var inn annar mikilvægur búnaður vegna fundarins. Til að mynda vélhjól fyrir 36 milljónir, hjálmar fyrir 47 milljónir, vesti fyrir 56 milljónir og jakkaföt vegna lífvarðagæslu fyrir 12 milljónir. Allt er þetta búnaður sem mun nýtast lögreglu áfram í fjölbreyttum verkefnum. „Lögreglan fékk mikla þjálfun í aðdraganda fundarins og er nú betur í stakk búin að takast á við krítískar aðstæður ef þær koma hér upp, bæði hvað varðar búnað og þjálfun,“ segir á vef lögreglunnar. Að neðan má sjá tilkynningu lögreglunnar í heild sinni. Uppfært: MP5-byssurnar flokkast sem hríðskotabyssur. Samvkæmt upplýsingum frá embætti Ríkislögreglustjóra eru byssurnar sem keyptar voru þó eingöngu hálfsjálfvirkar. Hvenær vopnast lögreglan? Um það hvenær lögregla vopnast og með hvaða hætti gilda strangar verklagsreglur sem ekki stendur til að breyta þrátt fyrir aukinn tækjabúnað. Almenn lögregla er alla jafna ekki vopnuð og stendur ekki til að breyta því. Hins vegar er mikilvægt að tryggja næga þjálfun og besta mögulega búnað, þá ekki síst varnarbúnað eins og vesti og hjálma, komi til þess að lögregla þurfi að vopnast. Almenn lögregla vopnast aðeins þegar nauðsyn ber til s.s. ef mæta þarf vopnuðum einstaklingi. Þetta á ekki síst við á þeim svæðum þar sem sérsveit er ekki til staðar og því útkallstími lengri en til dæmis á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa komið upp tilvik þar sem lögregla vopnast vegna hækkaðs viðbúnaðarstigs eins og átti sér stað á meðan leiðtogafundi Evrópuráðsins stóð. Um skotvopnin Keypt voru skotvopn og skotfæri vegna fundarins fyrir um 185 milljónir króna. Þar er helst um að ræða Glock G-17 9x19GEN5 NS 9mm skammbyssur og hálfsjálfvirkar 9mm MP5A5 og MP5KSF einskotsbyssur, þetta eru vopnin sem almennir lögreglumenn sáust með við öryggisgæslu á fundinum. Vekja má sérstaka athygli á því að MP vopnin falla í flokk hálfsjálfvirkra vopna en ekki sjálfvirkra, hér er því alls ekki um hríðskotabyssur að ræða enda hefur almenn lögregla ekkert við slík vopn að gera. Eins og staðan er núna eru vopnin í vörslu embættis ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki veittar upplýsingar um fjölda skotvopna eða staðsetningu Samkvæmt 1. tölulið 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 er heimilt að takmarka aðgang almennings að gögnum þegar mikilvægir almannahagsmunir krefjast, enda hafi þau að geyma upplýsingar um öryggi ríkisins eða varnarmál. Enda þótt umrætt ákvæði feli í sér undantekningu frá þeirri meginreglu sem fram kemur í 5. gr. laganna, um rétt almennings til aðgangs að gögnum, er tekið fram í athugasemdum með frumvarpi því sem varð að upplýsingalögum, að skýra beri ákvæðið tiltölulega rúmt. Er vísað til þess að ákvæðinu sé ætlað að vernda mjög þýðingarmikla hagsmuni og berist upplýsingar þeim tengdar út geti það haft afdrifaríkar afleiðingar. Þá kemur fram í athugasemdunum að með öryggi ríkisins í skilningi 1. töluliðar 10. gr. upplýsingalaga sé meðal annars vísað til þess hlutverks ríkisvaldsins að tryggja öryggi ríkisins inn á við og að skipulag löggæslu kunni að falla þar undir. Nákvæmar upplýsingar um búnað lögreglu s.s. fjölda skotvopna falla að mati embætti ríkislögreglustjóra undir upplýsingar sem geta haft neikvæð áhrif á öryggi ríkisins. Það mat byggist m.a. á breyttum forsendum hvað varðar þjóðaröryggi. En frá því í febrúar 2022 hefur staðan í öryggis- og varnarmálum Evrópu tekið miklum breytingum. Fyrir liggur að almenningur hefur almennar upplýsingar um búnað lögreglu í þeim tilgangi að tryggja gagnsæi og traust samfélagsins til lögreglu. Þetta á við um hvers konar vopn í eigu lögreglunnar. Nákvæmar upplýsingar um fjölda og staðsetningu skotvopna lögreglu gefa tækifæri til að sjá með auðveldum hætti getu lögreglunnar til að verjast í þeim tilfellum þegar lögregla þarf að grípa til vopna með skömmum fyrirvara til að verjast fyrstu tilraunum til að taka yfir stjórn og fullveldi landsins. Með vísun til framangreinds gæti það stofnað öryggi ríkisins í hættu ef slík vitneskja um vopnaeign lögreglu væri á allra vitorði. Slík vitneskja gæti jafnframt valdið lögreglumönnum erfiðleikum og hættu í störfum sínum. Annar búnaður vegna leiðtogafundar Endanlegt uppgjör lögreglu á kostnaði vegna leiðtogafundarins mun liggja fyrir í lok júlí en bæði var keyptur inn varnarbúnaður og tæki vegna fundarins. Lögreglu mótorhjól voru til dæmis keypt inn fyrir rúmar 36 milljónir. Hjálmar voru keyptir inn fyrir tæpar 47 milljónir frá TST Protection LTD. Var niðurstaða, eftir skoðun, að kaupa þessa hjálma þar sem þóttu henta vel fyrir verkefnin sem þeim voru ætluð. Lögregluvesti voru keypt inn frá fyrirtækjunum Lindnerhof og Hiss fyrir samtals tæpar 56 milljónir. Jakkaföt voru keypt inn fyrir lögreglumenn sem sinntu lífvarðagæslu og öryggisgæslu í Hörpu og í fylgdum þjóðarleiðtoga, þau kostuðu um 12 milljónir og voru keypt af NorthWear. Búnaðurinn er allur eign lögreglu en jakkafötin er starfsmannafatnaður sem nýtist áfram við óeinkennisklædd lögreglustörf svo sem lífvarðagæslu en fjöldi lögreglumanna fékk þjálfun í fylgd þjóðarleiðtoga og lífvarðagæslu í tengslum við leiðtogafundinn. Að fá lánað eða kaupa Til er samkomulag á milli Norðurlandanna um lán á ýmsum löggæslubúnaði en vopn eru þar undanþegin. Þrátt fyrir það var kannað hvort eitthvert Norðurlandanna gætu lánað okkur vopn vegna leiðtogafundarins en svo reyndist ekki vera. Í ljósi ástandsins í heiminum er þessi markaður mjög erfiður og eðli málsins samkvæmt eru vopn almennt ekki lánuð, erlenda lögregluaðstoðin kom með sín vopn og það dró úr þörf á innkaupum á búnaði. Embætti ríkislögreglustjóra sá um kaupin á skotvopnunum og öðrum búnaði vegna leiðtogafundarins og eru kaupin hluti af kostnaði ríkisins vegna fundarins. Ætla má að amk hluti af þessum vopnum og öðrum búnaði hefði verið keyptur inn af lögreglu á einhverjum tímapunkti á næstu árum en fundurinn varð til þess að lögregla komst ekki hjá því að fara í þessi kaup strax. Innkaupaferli Fljótlega eftir að staðfest var í nóvember 2022 að leiðtogafundur Evrópuráðsins færi fram á Íslandi í maí 2023 varð ljóst að byrja þurfi innkaupaferli strax á ýmsum búnaði og má þar helst nefna bifhjól, varnarbúnað, vopn og annan sértækan búnað. Um er að ræða innkaup á búnaði sem alla jafna er ekki til á lager í landinu og með langan afgreiðslutíma sem hefur jafnvel lengst verulega vegna stríðsástands í Úkraínu. Því var mikið undir að hefja samtal strax til að eiga þess kost að fá vörurnar til landsins fyrir fundinn og í sumum tilvikum fyrr svo æfingar geti hafist. Farið var í verðkönnun á þeim búnaði sem kostur var á í ljósi þess tímaramma sem lögregla þurfti að vinna með í ferlinu en til að mynda var farið í verðfyrirspurn vegna kaupa á jakkafötum. Bifhjól Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var þegar með bifhjól í pöntun og var samband haft við söluaðila uppá möguleika á að bæta við fleiri hjólum. Til að hægt væri að afgreiða bifhjólin tímanlega fyrir fundinn þurfti pöntun að fara strax af stað. Þann 5. desember 2022 var pöntun um 5 hjóla því staðfest. Varnarbúnaður Þau vesti lögreglu sem keypt voru, eru þau sömu og lögreglan var með í notkun og byggir það m.a. á því að ásýnd sé eins sem og að aukavarnir passi. Ljóst er að afgreiðslutími vestanna er langur og hefur afgreiðslutími undanfarið verið langur á þeim vestum sem pöntuð hafa verið. Söluaðili tryggði að umbeðin vesti yrðu afgreidd fyrir fundinn að höfðu samráði við framleiðanda. Vestin voru afhent rétt fyrir fundinn. Þá var í undirbúningi útboð á vestum fyrir sérsveit, þegar upplýsingar um leiðtogafund lágu fyrir þá var líka orðið ljóst hver afgreiðslutími vestanna væri og til að hægt yrði að afhenda þau í tíma fyrir komandi fund og verkefni sem honum tengdust þurfti að panta hann í tíma en afgreiðslufrestur er almennt mjög langur á þessum búnaði. Áður fegnar upplýsingar um afgreiðslutíma uppá 30-34 vikur. Mátanir og mælingar fóru fram í desember, vestin voru pöntuð og voru þau afgreidd til landsins mánaðarmótin mars/apríl. Vopn Embættið keypti vopn af fjórum söluaðilum í aðdraganda fundarins, það eru fyrirtækin Capsicum, Heckler & Koch, Sako og Veiðihúsið Sakka. 4 tegundir vopna voru keypt í aðdraganda fundarins. Langstærstur hluti vopnana eru af tegundunum MP5 og Glock. Þá voru tvær aðrar tegundir vopna keypt til að styrkja sérsveit ríkislögreglustjóra. Hafði áður farið fram töluverð skoðun og í einhverjum tilvikum prófun á slíkum vopnum, óháð fundinum. Það sem réð ákvörðun um þau vopn sem keypt voru var ráðgjöf frá samstarfsaðilum á Norðurlöndunum sem og niðurstaða prófana sem sérfræðingar innan sérsveitar höfðu gert. Pantanir á þessum vopnum fóru fram í desember og byrjun janúar og um tíma var ekki öruggt að allt myndi skila sér fyrir fundinn. Síðustu vopnin voru þó móttekin mánaðarmótin apríl/maí 2023. Af hverju þarf lögreglan þennan búnað? Nýorðnar breytingar í öryggis- og varnarmálum í Evrópu hafa sett mikilvæga innviði og borgaralegar varnir Íslands í nýtt samhengi. Lögregla getur við ákveðnar aðstæður þurft með mjög skömmum fyrirvara að setja upp varðgæslueftirlit með vopnuðum lögreglumönnum. Mikil vinna hefur farið fram af hálfu Almannavarnardeildar RLS hvað varðar virkni samfélagsins og krítíska innviði. Umhverfið á Íslandi hefur líka breyst að nokkur leiti. Íslendingar eiga hlutfallslega mikið af vopnum miðað við önnur Evrópulönd. Mikil fjölgun hefur orðið í innflutningi hálfsjálfvirkra og sjálfvirkra skotvopna sem flutt hafa verið inn á grundvelli safnaraleyfis. Vert er að nefna að skipulögð brotastarfsemi er þó tækluð fyrst og fremst með upplýsingamiðaðri löggæslu en ekki vopnum, með því að elta peningana, til að mynda með alþjóðasamstarfi lögreglu og góðri rannsóknarvinnu hér heima. Lögreglan hefur haft áhyggjur af auknum hnífaburði og notkun eggvopna á almanna færi en vopnatilkynningum til lögreglu hefur fjölgað gríðarlega undanfarin ár. Þar eru lausnirnar helst fólgnar í aukinni fræðslu og réttum úrræðum fyrir þau sem upplifa óöryggi á almanna færi. Þetta eru forvarnir sem lögregla leggur nú aukna áherslu á með verkefni um samfélagslögreglu og auknu samráði þvert á embætti og stofnanir ríkisins. En þegar lögreglu berast tilkynningu um vopnaburð einstaklinga eða hópa þá verða lögreglumenn að vopnast, þó að markmiðið sé auðvitað alltaf að koma öllum heilum heim og draga úr spennu þegar þörf og kostur er á. Í slíkum aðstæðum er mikilvægt að lögregla hafi gott aðgengi að góðum búnaði til þess að takast á við slík verkefni af öryggi og festu og að lögreglumenn sé vel þjálfaðir til þess að meta aðstæður og bregðast við af þekkingu og yfirvegun.
Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Lögreglan Skotvopn Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira