Í vottun um hinseginvænan vinnustað felst að starfsfólk fái hinseginfræðslu, að kannanir í tengslum við hinseginleika verði framkvæmdar og að Samtökin geri úttekt á fyrirtækinu með hinseginleika í huga. Þá fari fram formleg vottun fyrir árslok ef allt gengur eftir.
Daníel E. Arnarson, framkvæmdarstjóri Samtakanna 78, segir í tilkynningu að vottun hinseginvænna vinnustaða stuðli að fjölbreyttara og betra samfélagi. „Samkvæmt nýjum rannsóknum sjáum við að minnihluti hinsegin fólks er opið með sinn hinseginleika á vinnustað sínum.“