Ámælisverð viðbrögð eftir að þroskaskertur maður braut á barni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 14:33 Um 250 börn dvelja í sumarbúðunum í Reykjadal á sumrin. Reykjadalur Samkvæmt nýrri skýrslu Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála (GEV) voru fyrstu viðbrögð starfsmanna í Reykjadal ámælisverð þegar þroskaskertur starfsmaður er sakaður um að hafa brotið á níu ára stúlku. Viðeigandi verkferla hafi skort með öllu og fyrstu viðbrögð talin ómarkviss. GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
GEV gerir kröfur um margvíslegar umbætur á starfsemi sumarbúða Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra í Reykjadal til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Einnig til að tryggja gæði þjónustunnar sem þar er veitt. „Má þar t.a.m. nefna skýrari verklagsreglur um hvernig eftirliti og viðveru starfsmanna skuli vera háttað svo notandi þjónustu sé ekki skilinn eftir án eftirlits og sömuleiðis skýrari verklagsreglur um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi,“ segir í tilkynningu GEV. Skilaboð um að hringja ekki í lögreglu Atvikið átti sér stað síðasta sumar, á heimfarardegi stúlkunnar í sumarbúðunum. Maðurinn, sem er með mikla fötlun og þroskaskerðingu, var að starfa í gegnum sérúrræði við að sinna dýrum og útiverkum. Í umfjöllun Heimildarinnar um málið kemur fram að maðurinn hafi snert einkastaði stúlkunnar í lokuðu herbergi. Þegar komið var að honum hljóp hann í burtu og stúlkan sagði frá því sem hafði gerst. Yfirmenn Reykjadals leituðu til framkvæmdastjóra Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra og spurðu hvort hringja skyldi í lögreglu. Samkvæmt heimildum Vísis sagði framkvæmdastjórinn þeim að hringja ekki í lögreglu. Starfsmannafjöldi verði nægur „Í ljósi þess hve alvarlegur misbrestur varð á fyrstu viðbrögðum starfsmanna og stjórnenda í Reykjadal og SLF þegar málið kom upp, ákvað GEV að hefja frumkvæðiseftirlit samhliða rannsókn sinni,“ segir í tilkynningunni. Markmiðið sé að tryggja að sú úrbótavinna, sem þegar sé hafin í Reykjadal fyrir sumarið, skili sér í betri þjónustu. Þetta sé forgangsverkefni. Mönnunin er eitt sem hefur verið til skoðunar, en fram kemur í skýrslunni að mikið álag hafi verið á starfseminni. Þurfi starfsmannafjöldi að taka nægilega mið af umönnunarþyngd og álagspunktum starfseminnar. Enn fremur segir: „Þá hefur stofnunin fengið upplýsingar um innleiðingu verkferla um fyrstu viðbrögð starfsmanna þegar upp kemur grunur um kynferðislegt ofbeldi gagnvart barni sem dvelur í Reykjadal sem og fræðslu og þjálfun í beitingu verkferlanna.“ Þá hefur GEV haft samband við rekstraraðila annarra sumarbúða fyrir börn á Íslandi til að kanna stöðu leyfa og gæði þjónustunnar. Tilgangurinn sé að fara yfir viðbragðáætlanir og skoða siðareglur ef upp kemur grunur um einelti eða ofbeldi af hvaða tagi sem er. Gerð verður gæðaúttekt á mönnun, þjálfun og fræðslu til starfsmanna. Skýrsluna má finna hér að neðan. Tengd skjöl Skýrsla_um_ReykjadalPDF722KBSækja skjal
Kynferðisofbeldi Mosfellsbær Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira