„Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 10:54 Ekki þurfti að fara í vörslusviptingu á býlinu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun (MAST) hefur bannað dýrahald á sauðfjárbýli á Vesturlandi og falið lögreglustjóra að gefa út ákæru. Bæði búpeningur og gæludýr eru þegar farin af bænum. „Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
„Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira