„Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta“ Kristinn Haukur Guðnason skrifar 1. júní 2023 10:54 Ekki þurfti að fara í vörslusviptingu á býlinu. Mynd tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Matvælastofnun (MAST) hefur bannað dýrahald á sauðfjárbýli á Vesturlandi og falið lögreglustjóra að gefa út ákæru. Bæði búpeningur og gæludýr eru þegar farin af bænum. „Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“ Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
„Því miður var reynslan af þessu ágæta fólki að það hafði ekki getu, hæfni eða ábyrgð til að vera í búskap eða að halda dýr yfirleitt,“ segir Einar Örn Thorlacius, lögfræðingur MAST. MAST hefur heimild til að banna dýrahald tímabundið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Eitt skilyrðið er það að búið sé að fara fram á það við lögreglustjóra að hann gefi út ákæru þess efnis að viðkomandi verði dæmdur frá því að halda dýr. MAST hefur þegar farið fram á það við Lögreglustjóra Vesturlands. Hann tekur ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út og síðan er það dómara að meta það endanlega hvort dýrahald verði bannað. Einar Örn segist geta séð fyrir sér, ef fallist verður á það, að bannið gildi í fimm eða tíu ár. Að svo stöddu sé málið komið úr höndum MAST. Gripirnir farnir af bænum Vísir og fleiri fjölmiðlar hafa nýlega fjallað um meint dýraníð og slæman aðbúnað dýra á bænum Höfða í Borgarfirði sem á að hafa viðgengist í um fimmtán. Einar Örn segir ekki vera um sama mál að ræða. Þetta tiltekna mál kom inn á borð MAST í janúar síðastliðnum. Einar Örn segir að MAST hafi þegar óskað eftir því að Lögreglustjórinn á Vesturlandi gefi út ákæru. „Það var erfiður tími í vetur og miklir frostakaflar. Ástandið á fénu var slæmt,“ segir hann. „Þegar allt var komið í óefni voru gripirnir fluttir burt eða afhentir fyrri eigendum.“ Ekki grunur um ofbeldi Ekki hafi þurft að fara í vörslusviptingu á dýrunum, það er taka þau með valdi af eigendum sínum. Á bænum voru kindur og nokkur gæludýr, svo sem hundar, en ekki annar búpeningur. Dýrin eru þegar komin til annars fólks og Einar Örn segir að það hafi gengið vel fyrir sig. Málið hafi einnig verið snöggunnið hjá MAST. Einar Örn segir að býlið hafi verið í rekstri en ekki lengi. „Þetta er vel meinandi fólk. Þau áttuðu sig á því sjálf að þau réðu ekki við þetta,“ segir hann. Þó að dýrin hafi verið vanrækt sé ekki grunur um neitt ofbeldi af hálfu eigendanna. „Það er ekki skemmtilegt að standa í þessu en við töldum rétt að gera þetta.“
Dýraheilbrigði Dýr Lögreglumál Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira