Pétur kveður Blika og tekur við Keflavík Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 19:10 Pétur Ingvarsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur, handsala samninginn. Keflavík Pétur Ingvarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari Keflavíkur og mun því stýra liðinu í Subway-deild karla í körfubolta á næstu leiktíð. Pétur kemur til Keflavíkur eftir að hafa stýrt Breiðabliki síðustu fimm ár. Liðið féll á fyrstu leiktíð undir stjórn Péturs en vann sig upp aftur 2021 og vakti sérstaklega athygli á fyrri hluta leiktíðarinnar í vetur, með sínum hraða og skemmtilega körfubolta sem skilaði liðinu sjö sigrum í fyrstu níu umferðunum. Liðið endaði þó í 10. sæti. Pétur tekur við af Hjalta Þór Vilhjálmssyni sem stýrði Keflvíkingum í fjögur ár áður en leiðir skildu í vor. Keflavík endaði í 4. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik í 8-liða úrslitum gegn Tindastóli sem varð svo Íslandsmeistari. Pétur, sem er 53 ára gamall, á langan feril að baki sem þjálfari og hefur stýrt liðum Hamars, Ármanns, Skallagríms og Hauka, auk nú síðast Breiðabliks. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Keflvíkinga sem segjast binda miklar vonir við ráðninguna. „Það er mikil gleði með þessa ráðningu en síðustu ár hafa lið Péturs vakið athygli fyrir hraðan og skemmtilegan körfubolta. Stjórn körfuknattleiksdeildar bindur miklar vonir við þessa ráðningu og fer inn í sumarið full af bjartsýni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þar kemur einnig fram að vænta megi tíðinda af leikmannamálum og að vinna sé lögð í þau mál alla daga. Sjálfur segist Pétur vera sannfærður um að hægt sé að koma liðinu á þann stall sem Keflvíkingar vilja vera á. „Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið,“ segir Pétur í yfirlýsingu Keflvíkinga. Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira
Pétur kemur til Keflavíkur eftir að hafa stýrt Breiðabliki síðustu fimm ár. Liðið féll á fyrstu leiktíð undir stjórn Péturs en vann sig upp aftur 2021 og vakti sérstaklega athygli á fyrri hluta leiktíðarinnar í vetur, með sínum hraða og skemmtilega körfubolta sem skilaði liðinu sjö sigrum í fyrstu níu umferðunum. Liðið endaði þó í 10. sæti. Pétur tekur við af Hjalta Þór Vilhjálmssyni sem stýrði Keflvíkingum í fjögur ár áður en leiðir skildu í vor. Keflavík endaði í 4. sæti deildarkeppninnar á síðustu leiktíð og féll svo úr leik í 8-liða úrslitum gegn Tindastóli sem varð svo Íslandsmeistari. Pétur, sem er 53 ára gamall, á langan feril að baki sem þjálfari og hefur stýrt liðum Hamars, Ármanns, Skallagríms og Hauka, auk nú síðast Breiðabliks. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Keflvíkinga sem segjast binda miklar vonir við ráðninguna. „Það er mikil gleði með þessa ráðningu en síðustu ár hafa lið Péturs vakið athygli fyrir hraðan og skemmtilegan körfubolta. Stjórn körfuknattleiksdeildar bindur miklar vonir við þessa ráðningu og fer inn í sumarið full af bjartsýni,“ segir í yfirlýsingu félagsins. Þar kemur einnig fram að vænta megi tíðinda af leikmannamálum og að vinna sé lögð í þau mál alla daga. Sjálfur segist Pétur vera sannfærður um að hægt sé að koma liðinu á þann stall sem Keflvíkingar vilja vera á. „Verkefnið að endurvekja Keflavíkurhraðlestina er formlega hafið,“ segir Pétur í yfirlýsingu Keflvíkinga.
Subway-deild karla Keflavík ÍF Breiðablik Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Daníel Tristan skoraði tvö og benti á Guðjohnsen-nafnið Fótbolti Glódís langbest Íslendinga í nýja leiknum Fótbolti „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf Sjá meira