Bólusetja endur í haust Kristinn Haukur Guðnason skrifar 30. maí 2023 16:12 80 milljón franskar endur fá sprautu í haust. Getty Franska landbúnaðarráðuneytið hefur tilkynnt að bólusetningartilraunir við fuglaflensu á öndum hafi gefið viðunandi árangur. Stefnt er að því að bólusetja aliendur í haust. Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins. Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Fuglaflensa hefur geisað í Evrópu í nærri tvö ár og Frakkland er það land sem hefur farið verst út úr henni. Samkvæmt fréttastofunni Reuters eru það einkum endur sem hafa smitast og drepist í landinu, sérstaklega í suðvestur hluta landsins. Það var franska heilbrigðiseftirlitið ANSES sem sá um að prófa bóluefnið og hafa nú 80 milljón skammtar verið pantaðir. Hér á Íslandi hefur fuglaflensa fundist í ýmsum villtum tegundum, svo sem súlum, kjóum, skúmum, fálkum og örnum. Víða í Evrópu og Norður Ameríku hefur flensan hins vegar komist inn í alifuglabú og valdið miklum skaða. Á undanförnum átján mánuðum hefur þurft að aflífa 200 milljón fugla vegna fuglaflensunnar. Óttast smit í mannfólk Þrátt fyrir þennan mikla skaða hafa yfirvöld ríkja verið smeyk við að bólusetja fuglana. Einkum vegna ýmissa viðskiptatakmarkana sem það hefur í för með sér með afurðirnar. Frakkar eru hins vegar ekki einir um að vera að prófa bóluefni. Hollendingar hafa prófað þau í varphænum og Ítalir í kalkúnum. Virðist sem svo að óttinn við útbreiðslu fuglaflensunnar og hugsanleg smit yfir í mannfólk sé orðinn yfirsterkari óttanum um viðskiptatakmarkanir. Samkvæmt frönsku rannsókninni virtist bóluefnið virka vel til þess að stemma stigu við smiti í ali öndum. En frönsk yfirvöld höfðu krafist þess að tvö fyrirtæki, Ceva Animal Health og Boehringher Ingelheim, þróuðu bóluefni gegn fuglaflensu. „Þessar niðurstöður veita okkur næga vissu til að byrja á bólusetningarherferð strax haustið 2023,“ segir í yfirlýsingu landbúnaðarráðuneytisins.
Frakkland Fuglar Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00 Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29 Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Sjá meira
Fuglaflensa á 2.500 eggjabúum í 37 Evrópulöndum Meira og minna öll matvara hækkaði verulega á síðasta ári og jók verðbólgu víðast hvar í hinum vestræna heimi. Egg voru ein af þeim fæðutegundum sem hækkuðu hvað mest, en það má að miklu leyti rekja til skæðrar fuglaflensu sem greindist í 37 Evrópulöndum í fyrra. 4. mars 2023 16:00
Ekkert lát á einkar skæðri fuglaflensu Ekkert lát virðist vera á útbreiðslu fuglaflensunnar. Hið skæða afbrigði, H5N1, hefur geisað í Evrópu síðan haustið 2021. Ellefu ára stúlka lést nýlega úr flensunni í Kambódíu og hæsta viðbúnaðarstig er enn í gildi á Íslandi. 23. febrúar 2023 17:29