„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 16:00 Jimmy Butler sækir að körfu Boston í sigrinum í nótt. AP/Michael Dwyer Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira
Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti „Sorgmædd yfir þessari þróun sem hefur átt sér stað hjá Val“ Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn „Við máttum ekki gefast upp“ Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti „Við elskum að spila hérna“ Fótbolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Sjá meira