„Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 16:00 Jimmy Butler sækir að körfu Boston í sigrinum í nótt. AP/Michael Dwyer Hinn 33 ára gamli Jimmy Butler verður til umræðu í Lögmálum leiksins á Stöð 2 Sport 2 í kvöld, eftir að hafa leitt Miami Heat inn í úrslitaeinvígið um NBA-meistaratitilinn í körfubolta. Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Lögmál leiksins Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira
Butler og félagar í Heat náðu að lokum að slá Boston Celtics út í nótt og mæta því Denver Nuggets í úrslitaeinvíginu sem hefst á fimmtudagskvöld, rétt eftir miðnætti að íslenskum tíma, á Stöð 2 Sport 2. Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson ræða um Butler í Lögmálum leiksins í kvöld, og um það hvernig Butler blómstrar á fertugsaldri. „Hans saga er náttúrulega svolítið sérstök. Hann kemur inn og það hefur einhvern veginn enginn trú á honum,“ segir Hörður. „Nema við Bullsarar. Við „dröftuðum“ hann. Óskilgetinn sonur Michael Jordan?“ klárar Tómas setningu Harðar sem svarar: „Svo segir sagan.“ Að öllu gamni slepptu er þó ekkert sem bendir til þess að Butler sé sonur Jordans, þó að báðir hafi mikla körfuboltahæfileika og hafi spilað fyrir Chicago Bulls. Klippa: Lögmál leiksins - Umræða um Jimmy Butler Butler fór frá Chicago árið 2017 og lék eina leiktíð með Minnesota Timberwolves, og aðra með Philadelphia 76ers, áður en hann kom til Miami árið 2019. „Hann er á seinni hluta ferilsins. Það er magnað að hann sé að ná þessu með þessu liði, en gat það ekki með Philly [Philadelphia 76ers]. Minnesota var örugglega betra lið á pappír líka,“ segir Tómas. „Þetta er enn eitt „hvað ef?“ fyrir stuðningsmenn Philly. Kasta Jimmy Butler í burtu fyrir í raun ekki neitt. Fengu Josh Richardson til baka,“ segir Hörður og Tómas bætir við léttur í bragði: „Það var talað um að þetta hefðu verið A+ skipti fyrir Philly. Bara frábært fyrir Philly. Að hann passaði bara ekki almennilega inn í þetta. Sagan er búin að dæma þetta.“ Lögmál leiksins eru á dagskrá klukkan 21 í kvöld á Stöð 2 Sport 2. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildinni sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Lögmál leiksins Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport Fleiri fréttir „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Sjá meira