Aðgerðir hafi áhrif á sumarnámskeið barna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. maí 2023 12:59 Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilunni í gær. Vísir/Vilhelm Formaður BSRB segir að skref hafi verið tekið aftur á bak í deilu bandalagsins og Sambands íslenskra sveitarfélaga á óformlegum fundi með ríkissáttasemjara í gær. Í vikunni leggja starfsmenn niður störf í ellefu sveitarfélögum og munu aðgerðir sem hefjast í næstu viku hafa áhrif á sumarnámskeið barna. Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“ Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Verkfallsaðgerðir BSRB hafa staðið yfir í rúmar tvær vikur og segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, kjaradeiluna í algjörum hnút. Formlegur samningafundur fór síðast fram á mánudaginn fyrir viku en síðan þá hafa óformlegir fundir átt sér stað, meðal annars einn slíkur hjá ríkissáttasemjara í gær. „Fundur þess eðlis í gær með sáttasemjara, þó það hafi verið óformlegt samtal, þá er hann að mínu mati þannig að það var tekið skref aftur á bak i þessum viðræðum,“ segir Sonja Ýr. Nú, hvernig þá? „Sko í grunninn þá erum við mjög ósammála um upplegg og nálgun og við höfum verið mjög skýr með okkar kröfur. Við erum komin á þriðju viku í verkföllum og sambandið sýnir lítinn sem enginn samningsvilja til að leysa úr þessari stöðu.“ Hún segir að næsti fundur hafi ekki verið boðaður og óljóst hvenær af honum verði. „Það þarf að vera að lágmarki innan tveggja vikna frá síðasta þannig það er alveg fram í næstu viku sem sá gluggi er.“ Hefur áhrif á sumarnámskeið og vinnuskólann Í þessari viku munu félagar BSRB sem starfa á leikskólum og í höfnum leggja niður störf í ellefu sveitarfélögum sem hefur áhrif á um 60 leikskóla og tvær hafnir. Í næstu viku bætir svo í aðgerðir á sama tíma og skólahaldi lýkur í flestum grunnskólum og við taka sumarnámskeið. Sonja segir að verkfallsaðgerðir verkfallsaðgerðir muni hafa áhrif á slíkt starf. „Í næstu viku hefjast aðgerðir í 29 sveitarfélögum og í sumum þeirra hefur þetta áhrif á vinnuskólana sem eru þá fyrir eldri krakkana og sums staðar í frístun þar sem sumarnámskeið eru í boði og svo eru áframhaldandi verkföll í leikskólum.“
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Vinnumarkaður Börn og uppeldi Tengdar fréttir Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18 „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fleiri fréttir Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað Sjá meira
Sundlaugar lokaðar á langþráðum sólskinsdegi Skellt var í lás í mörgum sundlaugum úti á landi í morgun vegna verkfalla starfsmanna BSRB sem starfa í íþróttamiðstöðvum og sundlaugum. Lokað verður fram á þriðjudag en að óbreyttu hefjast ótímabundin verkföll mánudaginn 5. júní. 27. maí 2023 19:18
„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. 27. maí 2023 16:22