Keyptu sér erlenda atvinnumenn sem mæta Íslandi á Smáþjóðaleikunum Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2023 15:01 Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez mynda landslið Íslands í borðtennis á Smáþjóðaleikunum á Möltu, sem keppa þarf við atvinnumannalið heimamanna. Instagram/@bordtennissambandislands Maltverskur borðtennismaður segir Möltu tefla fram aðkeyptum atvinnumönnum, með engin tengsl við þjóðina, í keppninni við Ísland og aðrar þjóðir á Smáþjóðaleikunum sem hafnir eru á Möltu. Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag. Borðtennis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Leikarnir voru settir í gærkvöld og voru sundmaðurinn Anton Sveinn McKee og skotíþróttakonan Jórunn Harðardóttir fánaberar Íslands á setningarathöfninni. Alls keppa um 1.000 keppendur frá níu löndum á leikunum, í tíu ólíkum íþróttagreinum fram á laugardag. Þar á meðal eru borðtennisspilarar og Maltverjinn Andrew Gambina ómyrkur í máli á Facebook þar sem hann lýsir vonbrigðum sínum yfir því að hafa ekki verið valinn í landslið Möltu, vegna þess að erlendir atvinnumenn hafi verið fengnir í staðinn. Í borðtennislandsliði Möltu eru nefnilega tveir karlar og tvær konur sem Gambina segir ekki hafa nein tengsl við Möltu. Þetta eru þau Felix Wetzel frá Þýskalandi, Dmitrj Prokopcov frá Úkraínu sem einnig hefur keppt fyrir Tékkland, Camelia Iacob frá Rúmeníu, og Renata Strbikova frá Tékklandi. Mæta bara á leikana og fara heim með væna summu „Útlendingarnir sem spila fyrir Möltu hafa engin tengsl við eyjuna, mæta bara á leikana, vá væna summu í vasann, fara síðan í burtu og leggja 0% að mörkum til Möltu og þróunar borðtennis hér,“ skrifar Gambina og heldur áfram: „Algeng rök MOC (ólympíusamband Möltu) og Sport Malta eru þau að allir geri þetta (kaupi útlendinga til að spila fyrir sína þjóð) og þess vegna eigum við að gera það. Þetta er bara ósatt. Það gera þetta ekki allir. Útlendingarnir sem spila fyrir aðrar þjóðir hafa annað hvort búið lengi í þeim löndum eða eiga fjölskyldutengsl við þessi lönd. Hvorugt á við um útlendingana sem við höfum fengið. Önnur rök sem ég hef heyrt eru þau að með því að vinna verðlaun þá fái borðtennissamband Möltu meira fé frá íþróttamálayfirvöldum. Ef að kerfið virkar svona þá er það alveg ruglað. Til að vinna verðlaun (án þess að kaupa þau eins og við erum að gera á þessum leikum) þá þarf maður að fjárfesta í yngri flokkum og fylgja þessum íþróttamönnum í gegnum súrt og sætt. Það er langtímafjárfesting og hún tryggir ekki árangur en hún gefur okkur Maltverjum tækifæri til að vera stolt af okkar árangri.“ Landslið Íslands í borðtennis hóf keppni í dag en liðið skipa þau Sól Kristínardóttir Mixa, Magnús Gauti Úlfarsson, Nevena Tasic og Ingi Darvis Rodriguez. Keppt verður í liðakeppni í dag og á morgun, tvíliðaleik á fimmtudag og loks einliðaleik á föstudag og laugardag.
Borðtennis Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti