Lækka laxeldisskatt í von um að ná þingmeirihluta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. maí 2023 23:44 Frá fiskeldiskvíum í Noregi. Artur Widak/Getty Fyrirhugaður auðlindaskattur á laxeldi í Noregi lækkar úr 35 prósentum niður í 25 prósent, samkvæmt samkomulagi sem ríkisstjórnarflokkarnir hafa náð við tvo smáflokka í því skyni að tryggja meirihlutastuðning við málið í Stórþinginu. Upphafleg tillaga gerði ráð fyrir að skatturinn yrði 40 prósent af hreinum hagnaði. Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu. Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fréttir af samkomulaginu fyrir helgi leiddu til þess að verð hlutabréfa í fiskeldisfyrirtækjum rauk upp í norsku kauphöllinni. Þannig hækkaði verðmæti SalMar, stærsta eiganda Arnarlax, um átta prósent, og verðmæti Mowi hækkaði um sex prósent. Í samkomulagi stjórnarflokkanna, Verkmannaflokksins og Miðflokksins, við smáflokkana Venstre og Pasientfokus, felst einnig að leyfður frádráttur vegna auðlegðarskatts hækkar úr 50 í 75 prósent. Þá verður fiskeldissveitarfélögum og fylkjum tryggðar hærri tekjur úr Fiskeldissjóði. Gert er ráð fyrir að styrkja umhverfisþáttinn og framlög til tækniþróunar í greininni verða aukin, samkvæmt frétt NRK. Þrátt fyrir samkomulagið er tvísýnt hvort meirihlutastuðningur reynist við það í Stórþinginu. Flokkarnir sem standa að því hafa aðeins eins atkvæðis meirihluta á bak við sig og vitað er að innan beggja stjórnarflokkanna er andstaða úr kjördæmum sem treysta mest á fiskeldi. Helstu andstæðingar skattsins, Hægriflokkurinn og Framfaraflokkurinn, telja sig geta fellt málið og boða samkvæmt frétt VG að hver einasti þingmaður flokkanna muni mæta við atkvæðagreiðsluna, í von um að einhverjir stjórnarþingmenn muni einnig greiða atkvæði gegn málinu.
Noregur Fiskeldi Sjókvíaeldi Lax Skattar og tollar Tengdar fréttir Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11 Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35 Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent KLAK health býður sprotafyrirtæki í heilsutækni velkomin Samstarf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Sveitarfélög vilja beina hlutdeild í skattgreiðslum fiskeldisfyrirtækja Samband íslenskra sveitarfélaga segir að tryggja þurfi sveitarfélögum sem hafi fiskeldi beina hlutdeild í innheimtum gjöldum. Það þurfi að ná sátt við sveitarfélögin um hvernig skuli skipta þeim tekjum sem innheimtast, svo þau geti staðið fyrir nauðsynlegri innviðauppbyggingu í sínu sveitarfélagi. 12. apríl 2023 14:11
Vill skattleggja fiskeldið fyrir byggðir sem leggja til firðina Formaður íbúasamtaka Þingeyrar vill leggja gjöld á fiskeldi sem renni til sveitarfélaga á viðkomandi stöðum. Dýrfirðingar horfi auk þess upp á það að eldisfiskurinn þaðan sé fluttur til vinnslu í öðru sveitarfélagi. 11. desember 2020 22:35