Hræðileg afturför fyrir réttindi hinsegin fólks Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. maí 2023 23:33 Daníel E. Arnarsson er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Vísir/Bjarni Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin. Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023 Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Forseti Úganda hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Samkynja sambönd voru ólögleg áður en þessi nýju lög voru samþykkt en þau skerða enn frekar réttindi hinsegin fólks. Tuga ára fangelsi og jafnvel dauðarefsins getur legið við samkynhneigð og mikill fjöldi hinsegin fólks hefur flúið Úganda vegna nýju laganna. Formaður Samtakanna '78 segir um skelfilegar fréttir að ræða. „Þetta er gríðarleg afturför, en í raun er þetta afturför sem hefur átt sér stað síðasta áratuginn í Úganda,“ segir Daníel E. Arnarsson framkvæmdastjóri. Hvergi í heiminum sé að finna lög sem séu jafn fjandsamleg hinsegin fólki og þau sem hér eru til umfjöllunar. Þrátt fyrir að langt sé til Úganda varði málið Ísland, sem er með tvíhliða þróunarsamvinnu í ríkinu. „Þróunarsamvinna er ekki bara það að Ísland sé að dæla peningum beint til Úganda, heldur skiptir líka máli hvert peningarnir eru að fara. Við hjá Samtökunum '78 höfum verið að tala við fólk frá Úganda sem er hér á landi. Við höfum einnig aðstoðað fólk frá Úganda sem er að leita að alþjóðlegri vernd,“ segir Daníel. Hann segir samtökin hafa óskað eftir fundi með utanríkisráðherra og bendir á að í samningi um samstarf við Úganda sé ekki kveðið á um að stjórnvöldum séu látnir fjármunir í té, heldur sé einnig hægt að uppfylla ákvæði samningsins með styrkjum til félagasamtaka, sem vinni með mannúð og mannréttindi að leiðarljósi. Ákall samtakanna snúist alls ekki um að þróunarsamvinnu verði hætt, heldur að fjármunir rati á réttan stað. Hjálp fyrir fólkið, ekki ríkið Utanríkisráðherra segir að ráðuneyti hennar muni nú setja sig í samband við þau sendiráð sem Ísland vinnur nánast með í Kampala, höfuðborg Úganda, til að taka stöðuna. „Svo á ég nú reyndar fund með norska þróunarsamvinnuráðherranum á morgun og mun taka þetta upp við hana bara til þess að sjá líka hvernig til að mynda Noregur sér fyrir sér að bregðast við,“ segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra.Vísir/Ívar Fannar Þróunarsamvinna Íslands væri oft við ríki þar sem grundvallarmannréttindi væru ekki virt, barnahjónabönd væru leyfð, og svo framvegis. Starfið snúist fyrst og fremst um að tryggja grundvallarréttindi fólks: hreint vatn, mat og menntun fyrir fátækasta fólkið. Oft geti verið flókið að eiga í samskiptum við ríki þar sem það er staðan, á sama tíma og þörfin fyrir aðstoð er sár. „Okkar þróunarsamvinna er aldrei stuðningur sérstakur við stjórnvöldin heldur fyrir fólkið.“ I am deeply shocked and saddened by the enactment of the Anti-Homosexuality Act of Uganda. It is a travesty that constitutes a gross violation of human rights. It is unacceptable that people are forced to live in fear because of who they love or how they express their love.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) May 30, 2023
Úganda Hinsegin Þróunarsamvinna Mannréttindi Utanríkismál Tengdar fréttir Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20 Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Dauðarefsingar og tuttugu ára dómar við samkynhneigð í Úganda Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu. 29. maí 2023 10:20