Heimir: Við spiluðum fyrir fólkið Kári Mímisson skrifar 28. maí 2023 21:59 Heimir Guðjónsson, þjálfari FH. Vísir/Diego Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var að vonum hæstánægður með 4-3 sigur FH á HK í Kaplakrika nú í kvöld. FH lenti þrisvar sinnum undir í leiknum en náði að jafna í öll skiptin og það var svo Úlfur Ágúst Björnsson sem skoraði sigurmarkið FH-inga hér í kvöld. „Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“ Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
„Það er frábært að vinna á heimavelli. Við viljum vinna alla leiki hér. Mér fannst við sýna sterkan karakter. Við töluðum um það í hálfleik að við þyrftum að spila betri varnarleik og svo bara byrjaði seinni hálfleikurinn á að Eyþór skorar þetta geggjaða mark eftir langan bolta. Það þarf sterk bein til að koma til baka eftir það en við héldum áfram, skoruðum góð mörk og hefðum getað bætt við fleirum.“ Sagði Heimir strax eftir leik. Varnarleikur FH var oft ekki góður í kvöld. Heimir segist ekki hafa verið sáttur við hann og þá sérstaklega ekki í fyrri hálfleik. Heimir segist aftur á móti hafa verið sáttur við sóknarleik liðsins í kvöld enda lágu FH-ingar í tækifærum á köflum í þessum leik. „Fyrri hálfleikurinn var náttúrulega bara slor. Við getum sagt að við höfum spilað fyrir fólkið. Við vorum frábærir sóknarlega og fyrir utan að skora fjögur mörk þá fengum við svo mikið af opnunum og góða möguleika að það hálfa væri hellingur. Varnarleikur og þá sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki til útflutnings. Við vorum allt of langt frá mönnunum okkar, náðum ekki að dekka og náðum ekki að yfirmanna svæðin. Það var bara ekkert sem kom frá okkur varnarlega enda skora þeir verðskuldað tvö mörk í fyrri hálfleiknum og ég held að við höfum bara verið ágætlega heppnir að sleppa með það.“ Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur komið vel inn í lið FH að undanförnu. Gyrðir skoraði tvö mörk í dag en hann skoraði líka í síðustu umferð gegn ÍBV. Hvað þykir þjálfaranum um frammistöðu Gyrðis? „Hann hefur komið inn og staðið sig vel. Hann er alltaf líklegur til að skora og er með góð hlaup inn í teiginn. Hann hefur staðið sig vel eftir að hann kom til okkar. Það er engin spurning.“ Heimir snýr aftur á Hlíðarenda í næstu umferð þegar FH mætir Val. Hvernig leggst það í Heimi og hans föruneyti? „Það leggst bara vel í mig. Valur er með frábært lið og við þurfum bara að undirbúa það vel að mæta þeim. Nú fer maður bara á morgun í Víkina að horfa á Víking gegn Val.“
Besta deild karla FH HK Tengdar fréttir Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Fótbolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti Fleiri fréttir Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham FCK tímabundið á toppinn Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Sjá meira
Leik lokið: FH - HK 4-3 | FH-ingar upp fyrir HK eftir sjö marka leik FH-ingar unnu mikilvægan sigur er liðið tók á móti nýliðum HK í Hafnarfirðinu í kvöld. Lokatölur 4-3 í leik þar sem HK-ingar tóku forystuna í þrígang. 28. maí 2023 21:10