„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 16:22 Ína Kristín Bjarnadóttir vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Vísir/Aðsend/Vilhelm Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira