„Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima“ Máni Snær Þorláksson skrifar 27. maí 2023 16:22 Ína Kristín Bjarnadóttir vonast til þess að samningar náist sem fyrst. Vísir/Aðsend/Vilhelm Verkföll hófust í sundlaugum og íþróttahúsum víða um land í dag. Formaður BSRB segir að enn sé ekki búið að bjóða til annars fundar með ríkissáttasemjara. Foreldri barns á leikskóla og starfsmaður Kópavogsbæjar furðar sig á því að viðræðurnar séu ennþá í hnút. Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Ína Kristín Bjarnadóttir er ein þeirra sem hefur orðið fyrir áhrifum verkfalla BSRB að undanförnu. Bæði er hún sjálf starfsmaður í grunnskóla í Kópavogi og svo er þriggja ára dóttir hennar á leikskóla í bænum. Í samtali við fréttastofu segir Ína að á leikskólanum hafi verið töluverð skerðing á þjónustunni. Einungis hluti barnanna hafi fengið að mæta um morguninn en svo hafi önnur börn fengið að mæta klukkan tólf. Það geti verið erfitt fyrir fólk að púsla því saman með vinnu. „Ég get ekki skilið þriggja ára barn eftir eina heima og látið hana labba út í leikskóla.“ Fjölskyldan hafi því þurft að grípa til þess að eyða frídögum til að brúa bilið. „Á miðvikudaginn í næstu viku þá er pabbi hennar að taka frí af því þá mætir hún klukkan 8:25 til 11:30. Hann þarf að taka frí í vinnunni til þess að vera heima með henni á meðan ég er í vinnunni.“ „Þetta er svo sturlað“ Ína furðar sig á því að sambandið sé ekki tilbúið að samþykkja kröfur BSRB. „Það er ekki verið að tala um að biðja um fjórar milljónir útborgað í laun. Það er bara verið að biðja um laun svo fólk geti lifað eðlilegu lífi,“ segir hún. „Margir eru fastir á leigumarkaði og hafa ekki einu sinni neitt á milli handanna til þess að klára að borga reikninga. Þetta er svo sturlað.“ Hún segir sambandið þurfa að „rífa sig í gang“ svo hægt sé að ganga frá kjarasamningum. Finna fyrir miklum stuðningi Það virðist þó ekki vera sem samningar náist fljótlega. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir viðræðurnar þokast alltof hægt. „Við höfum lýst því yfir að við séum tilbúin til viðræðna hvenær sem er og það er raunverulega þannig að það er hægt að ganga frá kjarasamningi fljótt og vel,“ segir Sonja í samtali við fréttastofu. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, segir að ekki sé búið að boða til annars fundar með ríkissáttasemjara.Vísir/Vilhelm Þá segist hún ekki hafa heyrt af neinum brotum á verkföllum í dag. „Okkar verkfallsverðir eru búnir að vera að fara á milli og það er bara allt með ró og spekt.“ Þau finni fyrir mjög miklum stuðningi í samfélaginu í baráttunni. Fólk sem hefur orðið fyrir skerðingu á þjónustu vegna verkfalla hafi lýst yfir stuðningi við félagið. „Svo finnum við líka að stjórnendur inni á vinnustöðunum sjálfum vilja fá leiðréttingu á þessum mismun. Þeim finnst þetta mjög bagalegt ástand að búa við inni á vinnustaðnum. Þetta hefur auðvitað áhrif á móralinn og hvernig fólki líður.“ Fleiri verkföll á döfinni Gripið verður til fleiri verkfallsaðgerða á næstu vikum að öllu óbreyttu. Sonja segir að um stigmagnandi aðgerðir sé að ræða. „Þetta eru mjög fjölbreyttir félagar hjá okkur, þar á meðal starfsfólk í sundlaugum og íþróttamiðstöðvum, sem eru að verða fyrir þessu sama. Þau eru að vinna við hliðina á fólki sem fékk launahækkun í janúar en tilboðið til okkur er með launahækkun frá apríl. Sem þýðir þá þriggja mánaða munur á launahækkunum.“ BSRB ætli sér ekki að sætta sig við tilboð Sambands íslenskra sveitarfélaga: „Við höldum bara áfram ótrauð. Það eru auðvitað aðgerðir líka í næstu viku í ellefu sveitarfélögum, það eru félagar okkar sem starfa á leikskólunum aðleggja niður störf. Svo bætist í sveitarfélögin og fjölbreytileika starfanna á næstu vikum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Leikskólar Skóla - og menntamál Kópavogur Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira