„Toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. maí 2023 14:16 Strákarnir í Handkastinu ræddu um þjálfaramál íslenska karlalandsliðsins í handbolta í síðasta hlaðvarpsþætti sínum. Tæpir hundrað dagar eru liðnir síðan þjálfaraleitin hófst, en nú virðist stefna í að Snorri Steinn Guðjónsson verði kynntur til leiks sem þjálfari liðsins í næstu viku. „Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar. Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira
„Samkvæmt mínum heimildum bendir allt til þess að Snorri Steinn Guðjónsson verði tilkynntur sem þjálfari íslenska landsliðsins á þriðjudaginn,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, stjórnandi þáttarins áður en umræðan um þjálfarateymið hófst af alvöru. Talið er að Arnór Atlason muni taka að sér stöðu aðstoðarþjálfara íslenska landsliðsins meðfram því að stýra TTH Holstebro í dönsku úrvalsdeildinni. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar og þjálfari U21 árs landsliðs Danmerkur. Logi Geirsson var gestur í þætti Handkastsins, en hann lék lengi með þeim Snorra og Arnóri í íslenska landsliðinu á sínum tíma. Hann kveðst spenntur fyrir því að fá þá tvo saman inn í þjálfarateymið, enda séu þeir báðir toppþjálfarar. „Ef að þetta er rétt sem þú ert að segja þá lýst mér bara mjög vel á þetta. Þetta eru mjög færir þjálfarar,“ sagði Logi. „Snorri er náttúrulega löngu búinn að sanna sig og gert eiginlega ótrúlega hluti með þetta Valslið á síðustu árum. Fór frekar rólega af stað en kom þeim heldur betur á frábæran stað.“ „Ég er mjög hlynntur því að sjá Snorra vaxa með þessu liði og Arnór Atla - ég náttúrulega þekki þá báða og spilaði með þeim - þetta eru toppmenn sem hafa góða tilfinningu fyrir leiknum og mikla sýn á leikinn. Ef að þetta er staðreyndin þá er ég mjög sáttur.“ Strákarnir fóru um víðan völl í landsliðsþjálfaraumræðunni og ræddu einnig um þá þögn sem hefur ríkt innan HSÍ eftir að Guðmundur Guðmundsson lét af störfum og þjálfaraleitin hófst. Landsliðsumræðuna og þáttinn í heild sinni má nálgast í spilaranum hér fyrir neðan, en þjálfaraumræðan hefst strax í upphafi þáttar.
Landslið karla í handbolta Handkastið Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Svindlaði á öllum lyfjaprófum Sport Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Enski boltinn Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Sjá meira