Gervigreind gæti sparað tíma og pening í heilsugæslunni Kristinn Haukur Guðnason skrifar 26. maí 2023 15:43 Steindór er einn fjögurra vísindamanna við HÍ, HR og heilsugæslunnar sem stóðu að rannsókninni. Ný rannsókn fjögurra íslenskra vísindamanna sýnir að gervigreind getur aðstoðað við að raða sjúklingum eftir einkennum. Einkenni margra ganga yfir af sjálfu sér án inngrips á heilsugæslu. Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma. Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Tveir læknar og tveir tölvunarfræðingar birtu nýlega rannsókn þar sem gervigreind var notuð til þess að flokka sjúklinga með öndunarfærasjúkdóma. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að gervigreindin var fullfær um að flokka sjúklingana eftir því hversu alvarlegan sjúkdóm viðkomandi var með. Rannsóknin var birt í tímaritinu Annals of Family Medicine og er samstarfsverkefni Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og Háskólans í Reykjavík. En hún tengist líka doktorsverkefni Steindórs Ellertssonar, sérnámslæknis í heimilislækningum við Háskóla Íslands. Auk hans tóku tölvunarfræðingarnir Hrafn Loftsson og Hlynur D. Hlynsson og Emil L. Sigurðsson prófessor við læknadeild HÍ þátt í rannsókninni. „Það er enn þá frekar lítil nýting á gervigreind í heilbrigðiskerfinu og það vantar fleiri rannsóknir á gervigreindarlíkönum, sérstaklega klínískar rannsóknir,“ segir Steindór. „Þetta er hálfgerður frumskógur og framan af rúmuðust líkönin ekki vel innan regluverksins. Núna er komin meiri formfesta og gervigreindarlíkön lúta sömu lögmálum og lækningatæki.“ Flokkar mjög vel Í þessari tilteknu rannsókn, sem er svokölluð aftursýn rannsókn, var gervigreind hönnuð til að lesa texta úr sjúkraskrám. Merkir hún við ákveðin atriði, svo sem hvort fólk sé með hita eða blóðugan uppgang þannig að úr verður til gagnagrunnur. „Þetta gagnasafn er síðan notað til að kenna líkaninu hvaða sjúklingar eru með vægan sjúkdóm og hverjir með alvarlegan,“ segir Steindór. Gervigreindin gat flokkað öndunarfærasjúkdóma mjög vel.Getty Ákveðið var að taka fyrir nokkra misalvarlega öndunarfærasjúkdóma. Það er kvef, bráða berkjubólgu, versnun á astma, langvinna lungnaþembu og lungnabólgu. „Við skoðum hvernig líkanið raðar sjúklingum í tíu áhættuhópa og svo skoðum við tíðni útkomna í hverjum hópi fyrir sig,“ segir Steindór. Útkomur eru til dæmis hvort að viðkomandi sjúklingur hafi verið settur á sýklalyf eða í lungnamynd sem sýndi lungnabólgu. „Sú niðurstaða sýnir að líkanið nær að flokka fólk mjög vel,“ segir hann. Mikill sparnaður Þessi rannsókn er grunnrannsókn og þegar er hafin gagnasöfnun fyrir þá næstu, svo kallaða framsýna rannsókn. „Ef þær niðurstöður verða lofandi getum við farið í slembiraðaða samanburðarrannsókn. Það er gull staðalinn til að lækningatæki fái markaðsleyfi í Evrópu og þar með á Íslandi,“ segir Steindór. Ef allt gengur að óskum gæti orðið til hugbúnaður sem getur sparað bæði fólki og heilbrigðiskerfinu umtalsverðan tíma, fjárhæðir og minnkað álag. Læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum eru um 700 þúsund á ári og 5 prósent sjúklinga koma vegna öndunarfæraeinkenna. 72 prósent af þeim þurfa ekki meðhöndlun á heilsugæslu því einkennin ganga yfir af sjálfu sér. Það gera um 25 þúsund viðtöl á ári sem hefðu getað orðið fjarviðtöl, símtöl eða leyst með öðrum hætti. Steindór segir að tæki eins og þetta geti veitt upplýsingar um líðan sjúklings áður en hann mætir á heilsugæsluna. Það er hversu veikur hann er og hvort hann þurfi að koma.
Gervigreind Heilbrigðismál Vísindi Heilsugæsla Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira