Innlent

Em­bætti for­stjóra Heilsu­gæslunnar laust til um­sóknar

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Óskar Reykdalsson, hefur verið forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðin fjögur ár.
Óskar Reykdalsson, hefur verið forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins síðastliðin fjögur ár. Vísir/Egill

Em­bætti for­stjóra Heilsu­gæslu höfuð­borgar­svæðisins hefur verið aug­lýst laust til um­sóknar af heil­brigðis­ráðu­neytinu.

Þetta kemur fram á vef stjórnar­ráðsins. Óskar Reyk­dals­son hefur verið for­stjóri síðustu fjögur ár, eða síðan 2019. Hann til­kynnti í apríl að hann hygðist ekki sækjast eftir endur­ráðningu. 

Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins veitir í­búum höfuð­borgar­svæðisins al­hliða heilsu­gæslu­þjónustu sem grund­vallast á sér­þekkingu fag­stétta og víð­tæku þver­fag­legu sam­starfi.

For­stjóri hefur for­göngu um þróun og eflingu heil­brigðis­þjónustu á höfuð­borgar­svæðinu í sam­ræmi við stefnu­mörkun ráð­herra og í sam­vinnu við aðila sem veita al­menna og sér­hæfða heil­brigðis­þjónustu. For­stjóri ber á­byrgð á að Heilsu­gæsla höfuð­borgar­svæðisins starfi í sam­ræmi við lög, stjórn­valds­fyrir­mæli og erindis­bréf sem ráð­herra setur honum.

Meðal hæfniskrafa eru há­skóla­menntun á fram­halds­stigi sem nýtist í starfi. Þá er reynsla af rekstri og stjórnun, þar með talið manna­for­ráð sem nýtist í starfi skil­yrði auk þekkingar og reynslu á sviði opin­berrar stjórn­sýslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×