„Þær litu hvorki til hægri né vinstri“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. maí 2023 16:27 Gæsahjónin gengu um íbúðagötuna við Miklubraut hinumegin við Klambratún í morgun með ungunum sínum sjö. Arngrímur Ísberg „Nei, ég er bara alveg undrandi,“ segir eldri borgarinn og fyrrverandi héraðsdómarinn Arngrímur Ísberg hlæjandi í samtali við Vísi spurður að því hvort hann hafi búist við því að mynd hans af gæsafjölskyldu í Hlíðunum myndi vekja eins mikla athygli og raun ber vitni. „Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“ Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
„Ég held þetta sé að nálgast eitthvað á þriðja þúsundið þegar allt er talið,“ segir Arngrímur og vísar til fjölda þeirra sem brugðist hafa við mynd hans inni á Facebook hópi íbúa Hlíðahverfis. Þar birti hann mynd af fjölskyldunni í morgun. Komu spásserandi niður götuna „Ég var bara úti á götu að týna rusl og var litið upp og þá koma þær spásserandi á móti mér,“ segir Arngrímur. „Þær litu hvorki til hægri né vinstri og voru einbeittar og gengu bara yfir götuna. Svo kom bíll að neðan og hann þurfti bara að gjöra svo vel og stoppa á meðan þær fóru sína leið.“ Arngrímur segist ekki hafa séð fjölskylduna áður í götunni. Sjónarspilið hafi því komið vel á óvart. Arngrímur er dýravinur mikill og gladdist við að sjá gæsafjölskylduna í morgun, rétt eins og fleiri íbúar í Hlíðunum. „Þær birtust þarna bara eins og að himnum ofan. Maður var alltaf að sjá gæsir allan ársins hring en ég hef aldrei séð unga hérna áður, enda er ekkert vatn hérna nálægt, ekki einu sinni skurður,“ segir Arngrímur og bætir því við að hann hafi verið fljótur að taka upp símann til að mynda þær. Dvalarstaður við Kringluna „Ég náði frábærri mynd í þriðju tilraun. Núna er fjölskyldan horfin á braut, ég veit ekki hvert hún fór enda passaði ég mig á því að vera ekkert að trufla. Foreldrarnir þurfa frið til þess að koma ungunum á flot.“ Eins og áður segir vakti mynd Arngríms af fjölskyldunni gríðarlega athygli. Svo virðist vera sem fjölskyldan eigi sér samastað í beði við líkamsræktarstöðina World Fit við Kringluna. Það er útvarpsmaðurinn Atli Már Steinarsson sem opinberar þetta en hann tjáir sig við færslu Arngríms og segist hafa fylgst með gæsafjölskyldunni í nokkrar vikur. „Gleður mig mjög mikið þegar ég sá að ungarnir voru búnir að klekjast út og séu vonandi á leið á betri stað til að búa á.“
Dýr Reykjavík Fuglar Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira