„DeSaster“ er DeSantis hóf kosningabaráttu sína Samúel Karl Ólason skrifar 25. maí 2023 13:20 Ron DeSantis hefur loks staðfest að hann ætli að bjóða sig fram til forseta. AP/Robert F. Bukaty Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, opinberaði í gær það sem allir vissu, að hann ætlaði að sækjast eftir tilnefningu Repúblikanaflokksins til forsetakosninga í Bandaríkjunum á næsta ári. DeSantis birti myndband þar sem hann kvartaði yfir ástandinu á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó og glæpatíðni í borgum, svo eitthvað sé nefnt. Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Því næst fór DeSantis á Twitter Spaces með auðjöfrunum Elon Musk, sem á Twitter, og David Sacks, þar sem hann ræddi forsetaframboð sitt frekar. Óhætt er að segja að kosningabaráttan hafi ekki farið vel af stað, þar sem tæknileg vandræði skyggðu á DeSantis. Twitter Spaces er vettvangur á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem fólk getur komið saman til að ræða ýmis málefni og aðrir notendur geta hlustað á. Umræðan í gær tafðist í minnst hálftíma í gær vegna tæknilegra vandamála, sem Musk og Sacks sögðu vera vegna þess hve margir væru að hlusta. Vefþjónar Twitter hefðu ekki ráðið við álagið. „Það er svo margt fólk,“ sagði Sacks á einum tímapunkti þegar tæknileg vandamál komu í veg fyrir útsendingu. „Við erum með svo margt fólk að við erum eiginlega að bræða vefþjónana, sem er gott.“ Á einum tímapunkti hélt Sacks því fram að aldrei áður hefði svo stór hópur komið saman á netinu, sem er langt frá því að vera rétt. AP fréttaveitan segir þó að þegar mest var, hafi um 420 þúsund manns verið að hlusta. Sacks er auðugur fjárfestir, sem stutt hefur DeSantis fjárhagslega og er vinur Musks. Hann stýrir einnig hlaðvarpi og stýrði umræðunni í gær. I m running for president to lead our Great American Comeback. pic.twitter.com/YmkWkLaVDg— Ron DeSantis (@RonDeSantis) May 24, 2023 Áður en viðburðurinn hófst í gær var notendum nokkrum sinnum sparkað út af Twitter og í þrjátíu mínútur gat umræðan ekki byrjað vegna tæknilegra vandræða. Frá því Musk keypti Twitter og sagði upp um áttatíu prósentum starfsmanna þess, og þar á meðal forriturum sem sáu um viðhald á samfélagsmiðlinum, hafa tæknileg vandamál ítrekað stungið upp kollinum. „Gallar. Tæknileg vandamál. Óþægilegar þagnir. Algerlega misheppnað og það er bara frambjóðandinn!“ sagði Steven Cheung, talsmaður Donalds Trump, fyrrverandi forseta og mótframbjóðanda DeSantis. Orðið „DeSaster“, sem er afbökun á orðinu „disaster“ eða „hörmung“, trendaði á Twitter í gær, sem þykir til marks um að kosningabarátta DeSantis hafi ekki farið vel af stað. Daðrar við íhaldsmenn Musk hefur sagt að hann sé hægri sinnaður miðjumaður en frá því hann keypti Twitter hefur hann ítrekað deilt falsfréttum og átt í samskiptum við og tekið undir með fjar-hægri aðilum á Twitter. Hann hefur sömuleiðis dregið verulega úr ritstjórn á samfélagsmiðlinum, að mestu leyti. Þá hefur Musk reglulega talað um „Woke mind virus“ eða „woke heilaveilu“ sem DeSantis hefur sömuleiðis reglulega kvartað yfir. Eins og það er orðað í grein AP þá hefur Musk verið að daðra við íhaldsmenn í Bandaríkjunum og hélt það áfram í gær. Nefndi Trump ekki á nafn DeSantis fór einnig í tvö viðtöl í gær. Annað á Fox News og hitt í útvarpi. Það vakti athygli í gær að DeSantis er ekki enn tilbúinn til að gagnrýna Donald Trump með beinum hætti og nefnir hann helst ekki á nafn. Enginn af forsetaframbjóðendum Repúblikanaflokksins hefur gert það en Trump hefur beint spjótum sínum að DeSantis, þar sem hann er með næst mest fylgi í könnunum. Trump hefur meðal annars kallað DeSantis „Meatball Ron“ eða „kjötbollu Ron“ um nokkuð skeið. Án þess að nefna Trump á nafn gagnrýndi DeSantis meðal annars forsetann fyrrverandi fyrir ráðningar hans. DeSantis sagði til að mynda að hann myndi reka Christopher Wray, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, á fyrsta degi og kenndi hann Jerome H. Powell, yfirmanni Seðlabankans, um verðbólgu í Bandaríkjunum. Í grein New York Times kemur einnig fram að fastasta skot DeSantis á Trump hafi komið í lok annars viðtals hans. Þá var hann spurður hvað hann myndi segja við aðra frambjóðendur sem vilji ekki taka þátt í kappræðum, sem er vísun í Trump sem hefur gefið í skin að hann muni ekki taka þátt í kappræðum. DeSantis sagði að fólk þyrfti að vinna fyrir hlutunum í stað þess að fá þá upp í hendurnar og það ætlaði hann að gera.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Twitter Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira