Sendlar hringsóla í Mosfellsbæ með pakka Kjósarmanna Kristinn Haukur Guðnason skrifar 29. maí 2023 07:02 Þorbjörg segir að Kjósamenn lenti margsinnis í vandræðum með að panta vörur heim að dyrum. Kjósarhreppur, Getty Um áratuga skeið hafa íbúar Kjósarhrepps barist fyrir sérstöku póstnúmeri. Pósturinn stendur fast á sínu og neitar þeim um þrátt fyrir að íbúarnir hafi í ótal skipti lent í vandræðum. „Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ segir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri. Fram til ársins 2009 deildu sveitungar í Kjósinni, um 250 manns, póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar. Eftir það hafa þeir haft númerið 276 en nafn Mosfellsbæjar er enn þá hengt við. Baráttan fyrir sérstöku póstnúmeri fyrir Kjós hefur staðið yfir um áratuga skeið. „Þetta er að valda okkur vandræðum. Ég held að hver einasti einstaklingur hérna í sveitinni hafi rekið sig á vandamál með að panta hluti í heimsendingu,“ segir Þorbjörg. Húsið fannst ekki Allt of oft gerist það að sendlar keyra í Mosfellsbæ því þeir halda að sá sem pantaði búi þar. Þar hringsóli þeir en snúi loks aftur til baka því þeir finna ekki húsið. Þorbjörg segist sjálf hafa lent í þessu fyrir skemmstu þegar hún pantaði bækur erlendis frá. Einn dag fékk hún skilaboð um að bækurnar yrðu sendar heim að dyrum. „Svo fékk ég skilaboð daginn eftir þar sem stóð: Ekki tókst að afhenda vöruna. Húsið fannst ekki,“ segir hún. Byggðastofnun sér um útdeilingu póstnúmera en aðeins eftir umsögn Póstsins. Pósturinn hefur lagst alfarið gegn því að Kjósin fái sérstakt póstnúmer. Hörð andstaða Póstsins Í nýlegri umsögn Póstsins segir að póstnúmer séu fyrst og fremst til að styðja við dreifingu póstsendinga og að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu. Við mótun núverandi kerfis var viðkomandi númer tengt við þjónustupósthúsið, sem er í Mosfellsbæ. Nefnt er að sama fyrirkomulag sé víða um land. Svo sem að Flóahreppur sé 803 Selfoss og að Svalbarðsstrandarhreppur sé 606 Akureyri. Pósturinn segir að þeirra fólk lendi aldrei í vandræðum vegna númersins.Vísir/Vilhelm „Þá er einnig rétt að geta þess að engin vandkvæði hafa komið upp við dreifingu póstsendinga í póstnúmerinu 276 Mosfellsbær,“ segir í umsögninni. Það að önnur fyrirtæki eða stofnanir noti póstnúmer sé alfarið á ábyrgð viðkomandi aðila. Einnig segir Pósturinn að ef árituninni yrði breytt í þessu tilviki gæti það haft afleiðingar fyrir önnur sambærileg tilvik víða um land. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipti máli þegar um póstnúmer sé að ræða. „Computer says no“ Þorbjörg segir röksemdir Póstsins ekki halda vatni því að áðurnefnd dæmi séu ekki sambærileg við Kjósina. „Þessir staðir sem þeir nefna eru á landsbyggðinni. Við erum í sérstakri stöðu af því að við tengjumst höfuðborgarsvæðinu þó við séum dreifbýli,“ segir hún. „Þó að Kjósin teljist til höfuðborgarsvæðisins þá líta fyrirtæki og stofnanir á okkur sem hluta af landsbyggðinni og senda ekki út vörur inn á þetta svæði.“ Meðalfellsvatn í Kjós.Kjósarhreppur Málið sé réttlætismál og horfa þurfi til sérstöðu Kjósarhrepps. Málið beri keim af frægu atriði úr þáttunum Little Britain, það er „Computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ „Við erum ekki hætt,“ segir Þorbjörg um baráttu Kjósamanna fyrir eigin póstnúmeri. Aðspurð um óskanúmer segist hún ekki hafa það. Það væri alveg eins gott að hafa sama númer, bara ef það stæði Kjós fyrir aftan. Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Stjórnsýsla Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira
„Maður hefði haldið að póstnúmer væru gerð til að bæta þjónustu. Þetta fyrirkomulag er að flækja stöðuna og rýra hana,“ segir Þorbjörg Gísladóttir sveitarstjóri. Fram til ársins 2009 deildu sveitungar í Kjósinni, um 250 manns, póstnúmerinu 270 með íbúum Mosfellsbæjar. Eftir það hafa þeir haft númerið 276 en nafn Mosfellsbæjar er enn þá hengt við. Baráttan fyrir sérstöku póstnúmeri fyrir Kjós hefur staðið yfir um áratuga skeið. „Þetta er að valda okkur vandræðum. Ég held að hver einasti einstaklingur hérna í sveitinni hafi rekið sig á vandamál með að panta hluti í heimsendingu,“ segir Þorbjörg. Húsið fannst ekki Allt of oft gerist það að sendlar keyra í Mosfellsbæ því þeir halda að sá sem pantaði búi þar. Þar hringsóli þeir en snúi loks aftur til baka því þeir finna ekki húsið. Þorbjörg segist sjálf hafa lent í þessu fyrir skemmstu þegar hún pantaði bækur erlendis frá. Einn dag fékk hún skilaboð um að bækurnar yrðu sendar heim að dyrum. „Svo fékk ég skilaboð daginn eftir þar sem stóð: Ekki tókst að afhenda vöruna. Húsið fannst ekki,“ segir hún. Byggðastofnun sér um útdeilingu póstnúmera en aðeins eftir umsögn Póstsins. Pósturinn hefur lagst alfarið gegn því að Kjósin fái sérstakt póstnúmer. Hörð andstaða Póstsins Í nýlegri umsögn Póstsins segir að póstnúmer séu fyrst og fremst til að styðja við dreifingu póstsendinga og að auka hraða og öryggi við flokkun og afgreiðslu. Við mótun núverandi kerfis var viðkomandi númer tengt við þjónustupósthúsið, sem er í Mosfellsbæ. Nefnt er að sama fyrirkomulag sé víða um land. Svo sem að Flóahreppur sé 803 Selfoss og að Svalbarðsstrandarhreppur sé 606 Akureyri. Pósturinn segir að þeirra fólk lendi aldrei í vandræðum vegna númersins.Vísir/Vilhelm „Þá er einnig rétt að geta þess að engin vandkvæði hafa komið upp við dreifingu póstsendinga í póstnúmerinu 276 Mosfellsbær,“ segir í umsögninni. Það að önnur fyrirtæki eða stofnanir noti póstnúmer sé alfarið á ábyrgð viðkomandi aðila. Einnig segir Pósturinn að ef árituninni yrði breytt í þessu tilviki gæti það haft afleiðingar fyrir önnur sambærileg tilvik víða um land. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipti máli þegar um póstnúmer sé að ræða. „Computer says no“ Þorbjörg segir röksemdir Póstsins ekki halda vatni því að áðurnefnd dæmi séu ekki sambærileg við Kjósina. „Þessir staðir sem þeir nefna eru á landsbyggðinni. Við erum í sérstakri stöðu af því að við tengjumst höfuðborgarsvæðinu þó við séum dreifbýli,“ segir hún. „Þó að Kjósin teljist til höfuðborgarsvæðisins þá líta fyrirtæki og stofnanir á okkur sem hluta af landsbyggðinni og senda ekki út vörur inn á þetta svæði.“ Meðalfellsvatn í Kjós.Kjósarhreppur Málið sé réttlætismál og horfa þurfi til sérstöðu Kjósarhrepps. Málið beri keim af frægu atriði úr þáttunum Little Britain, það er „Computer says no“ eða „tölvan segir nei.“ „Við erum ekki hætt,“ segir Þorbjörg um baráttu Kjósamanna fyrir eigin póstnúmeri. Aðspurð um óskanúmer segist hún ekki hafa það. Það væri alveg eins gott að hafa sama númer, bara ef það stæði Kjós fyrir aftan.
Kjósarhreppur Mosfellsbær Pósturinn Stjórnsýsla Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Fréttir Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Innlent Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Sjá meira