Hræðilegt að þurfa að vera í verkfalli Bjarki Sigurðsson skrifar 25. maí 2023 11:30 Edda Davíðsdóttir er formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Vísir/Arnar Fjöldi starfsmanna Mosfellsbæjar kom saman á samstöðufundi í dag vegna verkfalls félagsfólks BSRB í sveitarfélaginu. Formaður starfsmannafélags sveitarfélagsins segir stöðuna vera hræðilega. Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila. Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
Í dag var haldinn samstöðufundur fyrir starfsmenn BSRB í Mosfellsbæ sem eru í verkfalli. Kjaraviðræður bandalagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga hafa lítið komist áfram. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu Hlégarði og mættu um 150 manns þangað. Að sögn formanns starfsmannafélags Mosfellsbæjar var mikil samstaða meðal gesta fundarins en mikið lófatak mátti heyra í salnum í hvert sinn sem ræðumenn slepptu orðinu. Frá fundinum í Hlégarði í morgun.BSRB „Fólk er að sýna samstöðu og samfélagið er að sýna samstöðu. Hvorki við né aðrir skiljum að við séum í þessari stöðu. Þetta er hræðileg staða. Þetta fólk sem er í verkfalli núna er að passa börnin okkar þannig við erum að rugla svolítið í því. En það verður bara að klára þetta. Það verður að klára þetta,“ segir Edda Davíðsdóttir, formaður starfsmannafélags Mosfellsbæjar. Búið er að boða til verkfalla í 29 sveitarfélögum um land allt og verði ekki samið áður en þau hefjast munu 2.500 manns hafa lagt niður störf, mestmegnis ófaglærðir leikskólastarfsmenn. Formaður BSRB segir mikilvægt að sveitarfélögin fari að meta stöðuna og átta sig á því hver fórnarkostnaðurinn við að hlusta ekki á kröfur starfsfólk sé. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.Vísir/Arnar „Það er auðvitað markmiðið með verkfalli að knýja fram kröfur okkar við samningaborðið og við finnum að það eru mjög víðtæk áhrifin. Það hefur verið mjög mikill hugur í fólki og gríðarlega góð mæting á alla samstöðufundina. Þau standa keik og sterk saman í baráttunni,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Samningafundur BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga á föstudaginn í síðustu viku endaði á örlítið bjartari nótum en fundirnir á undan en þrátt fyrir það sá sáttasemjari deilunnar ekki tilefni til að boða til nýs fundar milli samningsaðila.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Stéttarfélög Mosfellsbær Tengdar fréttir „Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28 Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03 „Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Fleiri fréttir Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Sjá meira
„Maður verður sár að finna fyrir mismunun í starfi“ Verkfallsaðgerðir félagsmanna BSRB fara stígandi og óhætt að segja að sveitarfélögin tíu séu farin að finna fyrir áhrifum þeirra. Starfsfólk grunnskóla í Reykjanesbæ skoraði í dag á bæjarstjórann að stíga inn í deiluna. 24. maí 2023 22:28
Sambandið hafi boðið BSRB „mjög góð kjör“ Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir sambandið hafa boðið BSRB „mjög góð kjör“ í tilboði sínu. Fundur sambandsins og BSRB með ríkissáttasemjara í dag bar hins vegar ekki árangur. Þá var ekki boðað til annars fundar sökum þess hve langt er á milli samninganefnda beggja aðila. 22. maí 2023 20:03
„Versta niðurstaða sem hægt er að hugsa sér“ Félagsmenn BSRB í Garðabæ bættust í dag í stóran hóp félagsmanna sem fara munu að óbreyttu í víðtæk verkföll eftir um tvær vikur. Aðgerðirnar ná til tuttugu og níu sveitarfélaga og munu meðal annars bitna á sundlaugum, sem víða gætu staðið lokaðar fram eftir sumri. Varaformaður BSRB segir verkföll verstu niðurstöðu sem hann geti hugsað sér. 20. maí 2023 21:04