Reykvíkingar skipta Lviv inn fyrir Moskvu Jakob Bjarnar skrifar 24. maí 2023 16:27 Dagur B. Eggertsson borgarstjóri er nú staddur í Úkraínu en þar ritaði hann undir sérstakt systraborgasamkomulag við Lviv ásamt Andriy Sadovyy borgarstjóra þar. vísir/arnar Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur er nú staddur í Úkraínu en hann og Andriy Sadovyy borgarstjóri Lvív undirrituðu samkomulag um samvinnu borganna að viðstöddu fjölmenni í Ráðhúsinu í Lviv á þriðjudaginn síðastliðinn. Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga. Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Á sama tíma var undirritað rammasamkomulag milli heilbrigðistæknifyrirtækisins Össurar og endurhæfingasjúkrahússins Unbroken sem rekið er af Lviv borg. Systraborgasamkomulag undirritað Þetta kemur fram í tilkynningu þar sem vitnað er til orða Dags um nýtt systraborgarsamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í vikunni. „„Við vonumst til að auka samstarf borganna á næstu árum og áratugum. Innrás Rússa og yfirstandandi stríð yfirskyggir þó vitanlega allt í Úkraínu um þessar mundir. Því skipti mig mestu máli að koma á tengingu milli Lviv og stoðtækjafyrirtækisins Össurar. Það var meginmarkmiðið með þessari ferð,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri um nýtt systraborgasamkomulag sem hann undirritaði fyrir hönd Reykjavíkurborgar í Lvív í Úkraínu í gær. Í tilkynningunni segir jafnframt að þetta systraborgarsamkomulag hafi verið í undirbúningi um nokkurt skeið en í september 2022 samþykkti borgarstjórn einróma að slíta vinaborgarsamkomulagi við Moskvu. Til stendur að efla vinsamleg samskipti til frambúðar og hvetja til gagnkvæmrar samvinnu á þeim sviðum sem skipta máli fyrir borgara Lviv og Reykjavíkur. „Tekið verður sérstaklega tillit til mikilvægra gilda eins og lýðræðis, frelsis, réttarríkis og mannréttinda og samvinna efld á mismunandi sviðum þjóðlífs.“ Unbroken komið á koppinn Sadovyy sagði við þetta tækifæri af heimsókn sinni til Reykjavíkur árið 2019 þegar hann fundaði með Degi fyrst en þeir hafa átt í reglulegum samskiptum síðan þá. Á fundi þeirra Vilníus fyrr á þessu ári sagði Sadovyy frá risavöxnu verkefni Lviv að byggja upp sjúkrahús og alhliða þjónustu fyrir fólk sem missir útlimi og verður fyrir alvarlegum áföllum vegna stríðsins í landinu. Þetta verkefni kallast „Unbroken“. Dagur B. Eggertsson og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir með Andriy Sadovyy í sprengjubyrgi í Ráðhúsi Lviv.reykjavíkurborg Einnig var undirritað rammasamkomulag við endurhæfingamiðstöðina Unbroken við heilbrigðistæknifyrirtækið Össur við þetta tækifæri. Um 20 þúsund Úkraínubúar hafa misst útlimi í stríðinu og mörg þeirra eru börn. Öll þurfa mikla þjónustu sérfræðinga næstu ár og áratugi. Í tilkynningunni segir að borgaryfirvöld, með aðstoð alþjóðlegra stofnana, fyrirtækja og einstaklinga, hafa unnið grettistak í að byggja upp endurhæfingasjúkrahúsið Unbroken sem er það stærsta sinnar tegundar í Úkraínu. Borgarstjóri, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir forseti borgarstjórnar og Sveinn Sölvason forstjóri Össurar heimsóttu Unbroken, kynntu sér starfsemina og ræddu við sjúklinga.
Reykjavík Úkraína Utanríkismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Enginn slasaðist alvarlega þegar rútu hvolfdi á Snæfellsnesi Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira