Sjáðu axlar- og bakmark í Eyjum, „eldrauða spjaldið“ og neglur Atla og Gísla Sindri Sverrisson skrifar 23. maí 2023 09:07 Theódór Elmar Bjarnason skoraði fyrir KR í sigrinum dýrmæta gegn Fram í gærkvöld. vísir/Anton Það var nóg um að vera í áttundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta sem lauk í gær. KR vann langþráðan sigur gegn Fram, Víkingur jók forskot sitt á toppnum og Keflavík fór á botninn þrátt fyrir markalaust jafntefli við Val. Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Í gærkvöldi fóru fram þrír leikir og þar unnu KR-ingar loks sinn annan sigur á tímabilinu, 2-1, eftir langa markaþurrð. Atli Sigurjónsson skoraði fyrra mark KR með glæsilegu skoti og vann svo boltann af Brynjari Gauta Guðjónssyni til að leggja upp seinna markið fyrir Theódór Elmar Bjarnason. Brynjar Gauti átti heiðurinn að marki Fram sem var sjálfsmark gestanna. Klippa: Fram- KR Í Eyjum unnu FH-ingar dramatískan sigur, 3-2, þar sem að sigurmarkið var í raun sjálfsmark Guy Smit en skot Davíðs Snæs Jóhannssonar fór í stöngina og bakið á markverðinum. Áður höfðu Hermann Þór Ragnarsson og Alex Freyr Hilmarsson skorað fyrir ÍBV og Gyrðir Hrafn Guðbrandsson og Steven Lennon, sem skoraði með öxlinni, skorað fyrir FH. Hermann fékk rauða spjaldið á 80. mínútu. Klippa: ÍBV - FH Í Garðabæ var mikið fjör í endurkomu þjálfarans Rúnars Páls Sigmundssonar, en Stjarnan og Fylkir enduðu á að gera 2-2 jafntefli þar sem Emil Atlason jafnaði metin í uppbótartíma. Ísak Andri Sigurgeirsson hafði komið STjörnunni yfir en Pétur Bjarnason jafnaði metin og lagði svo upp mark fyrir Nikulás Val Gunnarsson á 85. mínútu. Klippa: Stjarnan - Fylkir Á sunnudag unnu Víkingar 2-1 sigur gegn HK í Kórnum, með mörkum frá Viktori Örlygi Andrason og Nikolaj Hansen, en Eyþór Aron Wöhler minnkaði muninn í lokin eftir að Víkingar höfðu misst Karl Friðleif Gunnarsson af velli með rautt spjald, fyrir brot á Eyþóri. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Karls, lýsti því broti þannig að það hefði verðskuldað eldrautt spjald. Klippa: HK - Víkingur Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli eins og fyrr segir en Breiðabik fagnaði 2-0 sigri gegn KA í fyrsta leik sínum á nýja gervigrasinu á Kópavogsvelli. Gísli Eyjólfsson var aðalmaðurinn í sigrinum en hann fiskaði víti sem Höskuldur Gunnlaugsson skoraði úr, og skoraði svo magnað mark eftir langan sprett með skoti í þverslána og inn. Klippa: Breiðablik - KA Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 4.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira