Innlent

Þrír í annarlegu ástandi og fjórir handteknir vegna vímuaksturs

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Einn var handtekinn eftir snarpa eftirför.
Einn var handtekinn eftir snarpa eftirför. Vísir/Vilhelm

Fjórir voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í gær, grunaðir um akstur undir áhrifum. Í einu tilviki var ökumaður handtekinn eftir snarpa eftirför en í öðru voru maður og kona handtekinn, einnig grunuð um þjófnað og fleira.

Þrjár tilkynningar bárust lögreglu í gærkvöldi og nótt um einstaklinga í annarlegu ástandi og í einu tilvikana þurfti að kalla til sjúkrabifreið. Öll voru málin leyst án íþyngjandi aðgerða, segir í yfirliti frá lögreglu.

Tvær tilkynningar bárust er tengdust ungmennum; í öðru tilvikinu vegna óláta við verslunarmiðstöð og í hinu vegna utanvegaaksturs á skellinöðru. Þau ungmenni fundust hins vegar ekki.

Ein tilkynning barst um umferðaróhapp. Þar reyndist bifreið óökufær og ökumaður með smávægileg meiðsli. Hringt var á sjúkrabifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×