Sjálfstæðisflokkurinn sé skíthræddur við Kristrúnu Máni Snær Þorláksson skrifar 22. maí 2023 22:52 Össur Skarphéðinsson segir Sjálfstæðisflokkinn skjálfa á beinunum af ótta við formann Samfylkingarinnar. Það sjáist í skrifum Brynjars Níelssonar um hana. Vísir/Aðsend/Vilhelm Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar og utanríkisráðherra, segir að Sjálfstæðisflokkurinn óttist Kristrúnu Frostadóttur, formann Samfylkingarinnar. Að hans sögn endurspeglast það í skrifum aðstoðarmanns dómsmálaráðherra um viðtal við formanninn. „Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“ Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
„Þau eru skíthrædd við Kristrúnu,“ segir Össur í upphafi færslu sem hann birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Tilefni færslunnar er önnur færsla sem Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, birti um helgina. Færsla Brynjars fjallar um viðtal Morgunblaðsins við formann Samfylkingarinnar. Brynjar segir í færslunni sinni að hann sé engu nær um stefnu eða áherslur Samfylkingarinnar eftir að hafa lesið viðtalið. „Nema að hækka á skatta og ganga í Evrópusambandið komist Samfylkingin til áhrifa í landsmálum. Á sem sagt að kæfa allt frumkvæði og athafnasemi og vona að ESB bjargi okkur með styrkjum. Frá því að þetta ESB reglubix varð til hefur Evrópa dregist aftur úr öðrum álfum í hagvexti og er vart samkeppnishæf að öllu óbreyttu.“ Þá segist Brynjar að mið-vinstri stjórnir séu „ekki bara gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar.“ Hægt sé að horfa til borgarstjórnar til að sjá það. „Tekist hefur að auka útgjöldin án þess að standa við nokkurt loforð kjörtímabil eftir kjörtímabil. Að ná að gera rekstur höfuðborgarinnar ósjálfbæran er út af fyrir sig kraftaverk. Ef kjósendur trúa að það verði öðruvísi í landsmálunum er það sjálfsblekking aldarinnar.“ Sjálfstæðisflokkurinn skjálfi af ótta við Kristrúnu Össur segir í sinni færslu að Brynjar virðist vera þeirrar skoðunar að fólk sé fífl. „Eftir að hafa lesið helgarviðtal við Kristrúnu Frostadóttur í Mogganum segist hann efast um að hún njóti alþýðuhylli, sér ekkert nema froðu í viðtalinu og segir að hún hafi engin áherslumál.“ Hann spyr þá hvernig Brynjar, sem hann kallar „eitursnjallan stjórnmálaskýranda“, að útskýra að fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um ríflega átján prósent síðan Kristrún tók við formennsku. „Gæti það stafað af því að fólki líki einfaldlega við þær áherslur sem hún hefur lagt fram? Kann að vera að Íslendingum þyki hún skeleggur leiðtogi sem sé líklegur til að ná betri árangri fyrir þjóðina en núverandi leiðtogar hennar? Vitaskuld.“ Össur segir að fólk sé nefnilega ekki fífl. Það sjáist best á því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur farið minnkandi á síðustu árum. Það sé vegna þess að fólk dæmi flokkinn út frá verkum sínum. „Staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn skelfur á beinunum af ótta við Kristrúnu. Úr dómsmálaráðuneytinu er Brynjar Níelsson helsta gjallarhorn og hundablístra skrímsladeildarinnar og greinilegt að andspænis sterkum og óvanalega efnilegum stjórnmálamanni er eina ráð þessa myrkasta afkima flokksins að tala Kristrúnu niður. Línan í umtali og hvíslherferðum á að vera að hún hafi ekkert að segja, enga stefnu og tali tóma froðu. Við, sem höfum glímt við Sjálfstæðisflokkinn, þekkjum þessar aðferðir. En við vitum líka að fólk er ekki fífl.“
Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira