Var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur Kári Mímisson skrifar 22. maí 2023 22:01 Nik, þjálfari Þróttar. Vísir/Vilhelm Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, var að vonum ánægður með dramatískan sigur á Þór/KA í Bestu-deild kvenna í fótbolta. Dramatískt mark Freyju Karínar Þorvarðsdóttur á loka mínútu leiksins var það sem skildi liðin að í lokin. „Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira
„Þetta var mjög dramatískur og mjög spennandi leikur. Ég held að þegar við lítum á heildar leikinn þá áttum við skilið að vinna leikinn. Það er gott að fá þessi þrjú stig hér í dag. Við vildum ekki hafa annan leik eins og á móti Stjörnunni þar sem ég held að við höfum átt skilið að fá þrjú stig en uppskárum bara eitt. Við héldum áfram alveg fram til loka mínútunnar og uppskárum sætan sigur.“ Aðspurður taldi Nik að það gæfi liðinu ekkert aukalega að vinna leikinn svona en neitaði því þó ekki að það væri sætt að klára þetta svona. „Þrjú stig eru þrjú stig. Augljóslega verða allir ánægðari þegar þetta gerist svona. Ég held samt að þetta þýði ekki neitt meira. Það gefur okkur ekki meira sjálfstraust að vinna leikinn svona frekar en að vinna hann 1-0 eins og mér finnst að við hefðum átt að gera. Alltaf gaman samt að ná að skora sigurmark á loka andartökum leiksins og bætir miklu drama í leikinn.“ Þróttur varðist mjög vel í leiknum og áttu norðanstúlkur í miklum erfiðleikum með að skapa sér tækifæri. Kimberley Dóra náði þó að brjóta ísinn með góðu langskoti. Nik sagðist þó vera ánægður með varnarleikinn í dag þó svo að markið hafi auðvitað verið vonbrigði. „Það voru vonbrigði hvernig við fengum þetta mark á okkur. Mér fannst við sjá vel um Söndru og Huldu í þeirra fremstu línu allan leikinn. Þær áttu engin opin marktækifæri. Mér fannst við verjast mjög vel sem heild í öftustu línu. Það var því mjög mikil vonbrigði hvernig markið kom til en á sama tíma viljum við frekar gefa frá okkur svona mörk og vinna leiki frekar en að fá ekki á okkur svona mörk og tapa stigum.“ Ólöf Sigríður Kristinsdóttir fagnaði stórafmæli hér í kvöld. Hún var mjög ógnandi framan af og kom sér í hvert færið á fætur öðru en inn vildi boltinn ekki. Nik tók Ólöfu út af eftir um klukkustundar leik þrátt fyrir að hún hafi verið mjög líkleg. Var það ekkert erfitt að taka hana út af? „Við þurftum að hugsa þetta vel og vandlega. Hún á enn eftir að ná sér að fullu. Hún er að komast í góð færi og mun á endanum skora, það er alveg á hreinu. Hún gaf allt í þetta í 60 mínútur og það er það eina sem ég bið um,“ sagði Nik að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum „Hún er klárlega skemmtikraftur“ Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Sjá meira