Hafa fengið heimild til að flytja inn gjafasæði til Íslands Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 22. maí 2023 16:48 Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Getty Landlæknisembættið í Noregi hefur gefið Livio grænt ljós á að hefa útflutning á gjafasæði til Íslands og Svíþjóðar. Hér á landi hefur sæðisgjöf, þar sem valið er úr sæðisbanka, verið notuð frá árinu 1991, en einungis með sæði frá Danmörku. Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa. Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Þetta kemur fram í frétt NRK. Samkvæmt reglugerðum í Noregi má sæðisgjafi gefa sæði til hámark sex fjölskyldna. Það er hins vegar engar reglur varðandi það hversu mörg börn viðkomandi sæðisgjafi má eiga utan Noregs. Nú þegar leyfi hefur fengist frá Landlæknisembættinu í Noregi má hver norskur gjafi gefa sæði til sex fjölskyldna í Svíþjóð og tveggja á Íslandi. Livio er stærsti aðilinn í meðferðum á ófrjósemi á Norðurlöndunum og starfar á Íslandi, Svíþjóð og í Noregi. Livio Ísland er fyrsti formlegi eggja- og sæðisbankinn á Íslandi. „Við frystum meira en við þurfum að nota. Það er mismunandi hversu marga „skammta“ kona þarf til að verða þunguð, og svo eru sumar sem vilja geyma sæði til gefa börnum sínum systkini í framtíðinni,“ sagði Nan Birgitte Oldereid framkvæmdastjóri Livio í Noregi í samtali við NRK fyrr á árinu. Fram kom að oft yrði sæði afgangs þegar viðkomandi sæðisgjafi væri búinn að fullnýta „kvótann“ og á meðan væri vöntun á sæðisgjöfum á Íslandi og í Svíþjóð. Sótti Livio því um heimild til að flytja út sæði til systurklíníka samsteypunnar á Íslandi og í Svíþjóð. „Búið er að yfirfara reglugerðirnar og það er ekkert sem hindrar þennan útflutning. Við höfum rannsakað starfshætti hjá þeim heilsugæslustöðvum erlendis sem koma til með að nota gjafasæðið og við höfum gengið úr skugga um að þetta stangist ekki á við norsk lög,“ segir Anne Forus, fulltrúi landlæknisembættisins í Noregi. Gagnrýnisraddir á fyrirkomulagið DUIN í Noregi - samtök fólks sem getið er með gjafasæði hafa lýst yfir áhyggjum sínum af þessum útflutningi. Í samtali við NRK bendir Raymond Egge Kristiansen, einn af stjórnarmeðlimum samtakanna á að núverandi reglugerð sé til þess fallin að veita fólki sem getið er með gjafasæði möguleika á því að rekja uppruna sinn, og einnig að takmarka fjölda systkina. „Með því að flytja sæði til útlanda höfum við ekki lengur þá stjórn og systkinahópurinn getur orðið óeðlilega stór.“ Fyrr á árinu var einnig rætt við Øystein Tandberg, formann DUIN í Noregi og sagði hann óttast að norskir sæðisgjafar gætu orðið „ofurgjafar“ sem gæti síðan leitt til markaðsvæðingar á sæðisgjöf. Sæðisgjafar í Noregi fá í dag greiddar tæpar 800 norskar krónur, andvirði 11 þúsund íslenskra króna, fyrir hverja gjöf. „Það er augljóst að þókunin ein og sér er nógu mikil hvatning fyrir þá til að gefa sæði,“ sagði Øystein Tandberg jafnframt. Nan Birgitte Oldereid hjá Livio segist skilja áhyggjur fólks sem getið er með gjafasæði en bendir á að skortur sé á sæðisgjöfum og því sé mikilvægt að hjálpast að. Þá leggur hún áherslu á að Íslandi og í Svíþjóð séu einnig skýr takmörk varðandi hversu mörg börn megi geta með hverjum sæðisgjafa.
Noregur Tækni Fjölskyldumál Frjósemi Börn og uppeldi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira