Djöflaeyjan, raunveruleikaþáttur í boði ríkisstjórnar Tómas Ellert Tómasson skrifar 22. maí 2023 08:01 Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Byggingariðnaður Skipulag Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet. Á tímum þverrandi vinsælda ríkisstjórnarinnar hefur hún nú brugðið á það ráð að blása til raunveruleikaþáttar þar sem þemað er Djöflaeyjan. Til þess að raunveruleikaþátturinn geti orðið að veruleika eru nú í bígerð breytingar á skipulags- og byggingarlöggjöf. Breytingar sem hafa fengið vægast sagt dræmar undirtektir hjá flestum sveitarfélögum og hagsmunasamtökum. Í umsögnum þeirra segir m.a. að breytingarnar séu til þess gerðar að búa til gettó, að þær séu á kostnað jaðarsettra einstaklinga og að þær breytingar sem varða heilbrigðis og hollustuhætti, auk öryggisþátta séu ekki taldar ásættanlegar. Þrátt fyrir þessar dræmu undirtektir hagsmunaaðila að þá ætlar ríkisstjórnin að þrýsta þessum breytingum á skipulags- og byggingarlöggjöf í gegnum kerfið svo reisa megi m.a. Thulekamp, fyrir fimmtán hundruð hælisleitendur. Hvort þessi ráðahagur ríkisstjórnarinnar beri þann ávöxt að vinsældir við hana aukist skal ósagt látið en ljóst er að á næstunni munum við almenningur fá að fylgjast með og komast í snertingu við daglegt líf fólksins í Thulekampi. Daglegu lífi fólks sem á að heyra sögunni til og ekki vera efni í raunveruleikaþátt á tuttugustu og fyrstu öldinni. Höfundur er byggingarverkfræðingur og fyrrverandi bæjarfulltrúi Miðflokksins í sveitarfélaginu Árborg.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar