Um var að ræða leik í efri hluta úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar þar sem FC Kaupmannahöfn stendur vel að vígi fyrir lokaleikina á toppi deildarinnar.
Hákon Arnar Haraldsson, sem leikið hefur stórt hlutverk í liði FC Kaupmannahafnar á yfirstandandi tímabili, tók út leikbann í dag en Ísak Bergmann stóð vaktina á miðjunni hjá liðinu.
Þá var Mikael Neville Anderson á sínum stað í byrjunarliði AGF.
Leikar stóðu 3-3 þegar aðeins tíu mínútur eftir lifðu leiks og hafði Mikael Neville skorað annað mark AGF og jafnað leikinn í stöðunni 2-2.
Á 87. mínútu átti Ísak Bergmann hins vegar sendingu inn á vítateig AGF sem rataði á Kevin Diks sem kom boltanum í netið og tryggði FC Kaupmannahöfn mikilvægan sigur.
FC Kaupmannahöfn er sem fyrr í 1. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Þar situr liðið með fjögurra stiga forystu á Nordsjælland sem á hins vegar leik til góða og getur minnkað bilið niður í eitt stig.
Aðeins tvær heilar umferðir eru eftir af dönsku úrvalsdeildinni og því fara línur að skýrast hvað úr hverju.