Selenski óvænt í Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 19. maí 2023 11:54 Selenskí við lendinguna í Sádi-Arabíu. AP/Ríkissjónvarp Sádi Arabíu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er staddur í Sádi-Arabíu en þangað virðist hann hafa farið á leiðinni til Japan, þar sem hann mun sækja G-7 fundinn. Í Sádi-Arabíu mun Selenskí funda með krónprinsinum Mohammed bin Salman og öðrum á leiðtogafundi Arababandalagsins. Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Forsetinn fékk boð á fund bandalagsins sem haldinn er í Jeddah, en á honum eru forsvarsmenn ríkja sem hafa veitt Úkraínumönnum umtalsverða fjármagnsaðstoð vegna innrásar Rússa. Mikilvæg ríki eins og Sádi-Arabía hafa þó reynt að feta milliveg milli Úkraínu og Rússa og jafnvel miðlað mála þeirra á milli, eins og með fangaskipti. Selenskí ætlar sérstaklega að ræða Tatara sem búa á hernumdum Krímskaga og hafa verið fangaðir af Rússum. Þetta er í fyrsta sinn sem Selenskí heimsækir Sádi-Arabíu en hann segist meðal annars vilja bæta tengsla Úkraínu við Arabaríkin, ræða pólitíska fanga á þeim svæðum í Úkraínu sem Rússar hafa hernumið í Úkraínu, mögulegar friðarviðræður og samvinnu í orkumálum. Zelensky arriving in Jeddah, Saudi Arabia, where he will attend a meeting of the Arab League. pic.twitter.com/hEMOcYZpii— Jimmy Rushton (@JimmySecUK) May 19, 2023 Sendiherra Frakklands í Sádi-Arabíu segir Selenskí hafa ferðast til ríkisins á flugvél í eigur Frakklands. Nokkur ríki sem eru aðilar að Arababandalaginu eiga F-16 herþotur, sem Úkraínumenn hafa lengi beðið um í marga mánuði. Þær eru frá Bandaríkjunum en fregnir bárust af því í gærkvöldi og í morgun að Hvíta húsið hafi sent út þau skilaboð að eigendum F-16 herþotna væri frjálst að senda þær til Úkraínu. Eftir fundinn í Jeddah, mun Selenskí líklega fara til Hírósjíma í Japan, þar sem leiðtogar G-7 ríkjanna svokölluðu funda um helgina. Þar mun forsetinn hitta leiðtoga Bandaríkjanna, Bretlands, Frakklands, Ítalíu, Japans, Kanada og Þýskalands. Þar er Selenskí talinn líklegur til að biðja um frekari vopn og hergögn, auk annars konar aðstoðar. Hann er einnig sagður ætla að ítrekað beiðni Úkraínumanna um F-16 herþotur. Einnig stendur til, samkvæmt New York Times, að ræða mögulegar friðarviðræður og hertar refsiaðgerðir gegn Rússum.
Sádi-Arabía Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25 Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07 Mest lesið Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Erlent Fleiri fréttir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Sjá meira
Selenskí á leið til Hiroshima Árlegur leiðtogafundur G7 ríkjanna svokölluðu fer nú fram í japönsku borginni Hiroshima. Eins og á leiðtogafundi Evrópuráðsins hér á landi í vikunni er aðal umræðuefnið málefni Úkraínu. 19. maí 2023 07:25
Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Patriot-loftvarnarkerfi Úkraínumanna í Kænugarði, skemmdist lítið í eld- og stýriflaugaárásum Rússa á aðfaranótt þriðjudags og virkar enn. Ratsjá kerfisins, sem er mikilvægasti hluti þess, skemmdist ekkert, og sérfræðingar telja að hægt verði að gera við skemmdirnar á staðnum. 17. maí 2023 15:07