Lögreglumaður sagðist blaðamaður við eftirgrennslan um listgjörning Odee Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. maí 2023 07:55 Í tölvupóstunum hrósaði Gísli Odee fyrir gjörninginn, á ensku. Rannsóknarlögreglumaðurinn Gísli Jökull Gíslason sagðist vera „sjálfstætt starfandi blaðamaður“ í tölvupóstum til listamannsins Oddds Eysteins Friðrikssonar, þegar hann reyndi að afla upplýsinga um gjörninginn We're Sorry. Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar. Myndlist Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira
Frá þessu greinir Heimildin. Oddur, sem kallar sig Odee, steig fram á dögunum sem ábyrgðarmaður skáldaðrar opinberrar afsökunarbeiðni Samherja, þar sem beðist er afsökunar á framgöngu fyrirtækisins í Namibíu. Um var að ræða útskriftarverkefni Odee við Listaháskóla Íslands. Það var Odee sem greindi frá tilraunum lögreglumannsins í samtali við Heimildina og sagði Gísla Jökul í raun hafa orðið hluta af verkinu með tölvupóstum sínum, sem voru sendir úr netfangi hans hjá lögreglunni. „Verkið er concept verk og það er spegill á samfélagið og einstaklinga. Hvernig einstaklingar bregðast við verkinu varpar ljósi á aðstæður í samfélaginu og viðbrögðin við verkinu eru það sem það framkallar. Það er því ekkert sem kemur mér á óvart og ekki þetta heldur,“ segir Odee. Heimildin hafði samband við Gísla Jökul, sem sagðist ekki hafa verið með málið til rannsóknar heldur hefði tilkynning komið inn og honum þá þótt forvitnilegt að vita hver stæði að baki gjörningnum. Í svörum sínum við spurningum Heimildarinnar reyndi hann að réttlæta það að skrifa undir sem sjálfstætt starfandi blaðamaður með því að vísa til aðsendra greina sem hann hefði fengið birtar í fjölmiðlum. „Það er ekki að vera frílans blaðamaður að skrifa aðsendar greinar í blöð Jökull,“ sagði blaðamaður Heimildarinnar í samtalinu við lögreglumanninn, sem svaraði: „Stoppaðu, nei nei, það eina sem er verið að gera er bara að sjá hver það er sem stendur á bak við þessa síðu. Þessi síða er augljóslega fölsk. Ergo, þá tel ég ekki ástæðu til að útskýra mjög nákvæmlega hvað ég er að gera. Ég er bara að sjá hvort það er einhver eðlileg skýring á bak við hana, en það er engin rannsókn á þessari síðu.“ Gísli Jökull sagðist ekki hafa leitað til yfirmanna sinna áður en hann sendi tölvupóstana. Umfjöllun Heimildarinnar.
Myndlist Lögreglan Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Sjá meira