„Komin á þann stað að ég tek ábyrgð“ Bjarki Sigurðsson skrifar 18. maí 2023 16:20 Pavel Ermolinskij vann titilinn í fyrra með Val gegn Tindastól. Nú freistar hann þess að vinna titil á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Tindastóls. Vísir/Dúi Klukkan 19:15 mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta. Pavel Ermolinskij varð Íslandsmeistari með Val sem leikmaður en stendur nú á hliðarlínunni og stefnir á að sigra Val. Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp. Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Pavel tók við þjálfun Tindastóls fyrr í vetur þegar ekkert benti til þess að liðið kæmist alla leið í úrslit. Þangað er það hins vegar komið og eru Stólarnir aðeins einum sigri frá þeim stóra. Tindastóll var 2-1 yfir í einvíginu þegar þeir töpuðu gegn Val á mánudaginn fyrir norðan. Pavel segist í samtali við fréttastofu þekkja tilfinninguna sem leikmennirnir fundu fyrir þá, ansi vel. „Ég tapa boltanum á síðustu sekúndunni á dramatískan hátt. Pétur stelur honum og skorar. Titillinn farinn. Þannig þetta var í fyrsta sinn á ferlinum þar sem ég hafði bein neikvæð áhrif á úrslit leiksins. Fyrstu dagarnir eftir þannig leik ertu bara að eiga við það,“ segir Pavel. Viðtalið við Pavel má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Klippa: Pavel um stórleikinn í kvöld Eftir síðasta leik sagði hann sínum leikmönnum frá þessu. Hann segir að síðustu dagar hafi lítið farið í að æfa körfubolta. Aðallega hafi menn verið að einbeita sér að andlegu hliðinni. „Sama hvað gerist þá stöndum við og föllum með því sem við erum. Það er það sem við setjum á borðið. Strákarnir vita alveg hvað það er,“ segir Pavel. „Það munu einhverjir spila vel og aðrir illa. Einhverjum mun líða vel og öðrum aðeins verr. Á einhverjum tímapunkti nær annað liðið að ná smá tökum á þessu. Þetta mun þróast þannig.“ Hann segir breytuna sem vantar inn í jöfnuna í allri umfjöllun sé að hausinn á öllum leikmönnum sé á milljón. Upp muni koma atvik þar sem fólk hugsi hvað sé að gerast en óskar Pavel eftir því að fólk muni eftir því þegar þau atvik eru rædd. „Mitt eina verkefni í kvöld er að halda lestinni á teinunum. Þessi lest er best þegar hún er á teinunum. Ég er ekki að reyna að finna glufu á vörn Vals með einhverri útfærslu,“ segir Pavel. „Ég hef gert lítið úr mínu hlutverki í þessu liði, og ég stend alveg við það. Það eru strákarnir í þessu liði sem stýra hlutunum. En nú erum við komin á þann stað að ég tek ábyrgð. Þá ábyrgð að koma strákunum á þann stað sem þeir þurfa að vera á fyrir kvöldið.“ Leikur Vals og Tindastóls hefst kl. 19:15 en útsending Stöðvar 2 Sport hefst klukkutíma fyrr, 18:15. Eftir leik mun Körfuboltakvöld gera leikinn upp.
Körfubolti Subway-deild karla Valur Tindastóll Tengdar fréttir Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30 Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing Sjá meira
Pavel vill að leikmenn fái sviðið þegar þeir verða kynntir til leiks í kvöld Klukkan 19.15 á Hlíðarenda mætast Valur og Tindastóll í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta karla. Þjálfari Tindastóls vill að Valur slökkvi á tónlistinni þegar leikmenn liðanna verða kynntir til leiks. 18. maí 2023 11:30