Tónlistin tók stökk þegar honum varð sama um álit annarra Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 15:01 Biggi Maus hefur hafið sólóferilinn á nýjan leik. Kristín Anna Kristjánsdóttir. Tónlistarmaðurinn og sálfræðingurinn Birgir Örn Stefánsson, eða Biggi Maus, eins og hann er kallaður, byrjaði sólóferilinn uppá nýtt árið 2021 eftir að hafa gefið út tónlist undir öðrum listamannanöfnum frá árinu 2006. „Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum. Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég þorði eiginleg ekki að gera sólóplötur í lengri tíma og var að gefa út tónlist undir alls konar nöfnum eins og hljómsveitunum Króna og Bigital,“ upplýsir Biggi og segir ástæðuna vera ímyndaðan ótta um hvað aðrir myndu halda um hann. „Þegar maður er aðeins meira miðaldra verður manni fyrir alvöru sama um álit annarra,“ segir Biggi og hlær, en hann varð 47 ára í vikunni. Margir kannast við Birgi úr rokkhljómsveitinni Maus þar sem hann var og er söngvari og gítarleikari. Sveitin var stofnuð árið 1993 og fagnar því þrjátíu ára afmæli sínu í ár. Hljómsveitin ætlar af því tilefni koma fram á tónlistarhátíðinni Bræðslunni á Borgarfirði eystra í júlí og gefa út plötu á Vínyl þegar nær dregur hausti. Segir alla eiga reynslu um andlegt ofbeldi Birgir gaf á dögunum út lagið Ekki vera að eyða mínum tíma sem er eins konar baráttusöngur þolenda andlegs ofbeldis. Lagið er unnið með Þorgils Gíslasyni, þekktur sem Toggi Nolem. „Tíminn er okkar mikilvægasta auðlind sem fólk er oft að reyna að troða sér inn á. Ég held að við erum öll bæði þolendur og gerendur andlegs ofbeldis að einnhverju og tel að við eigum öll slíka reynslu,“ segir Biggi. Hann nefnir dæmi um að gerendur noti skap og reiði mikið til að stjórna öðrum. „Svo átt þú að vera lauf í tilfinningavindi annarra,“ bætir hann við. Hann nýtur þess að vera á kafi í tónlistinni á nýjan leik. „Það er helvíti gaman að fá svörun að það fólk sé að hlusta. Ég held að ástæðan fyrir því að hlutirnir fóru að gerast sé meðal annars eftir að ég fór að gefa út undir Biggi Maus, og fór að leyfa mér að þora að gera tónlist aftur eins og ég gerði áður fyrr,“ segir Biggi að lokum.
Tónlist Mest lesið „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Lífið Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Lífið Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Menning Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Fleiri fréttir Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“