Dómstóll dæmdi Sarkozy í þriggja ára fangelsi árið 2021, þar af tvö ár skilorðsbundin, fyrir að hafa reynt að hafa áhrif á dómara í öðru spillingarmáli árið 2014. Var Sarkozy sakfelldur fyrir að hafa lofað dómaranum virt embætti gegn því að fá gögn afhent.
Honum hefur jafnframt verið meinað að gegna opinberu embætti næstu þrjú árin, að því er segir í frétt BBC.
Hinn 67 ára Sarkozy, sem gegndi embætti forseta á árunum 2007 til 2012, er fyrsti fyrrverandi forseti Frakklands til að fá fangelsisdóm.