Fjöldi manna talinn af eftir að Mocha skall á Búrma Kjartan Kjartansson skrifar 16. maí 2023 11:28 Fjöldi fólks varð innlyksa þegar sjór flæddi upp á land þegar Mocha gekk yfir í Búrma á sunnudag og mánudag. AP/MIlitary True News Information Team Staðfest er að sex manns hafi farist þegar fellibylurinn Mocha gekk á land í Búrma (Mjanmar) en óttast er að mannskaðinn reynist mun meiri þegar uppi verður staðið. Svo virðist sem að nágrannaríkið Bangladess hafi farið betur út úr bylnum en útlit var fyrir á tímabili. Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir. Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Vindhraðinn var um 58 metrar á sekúndu þegar Mocha náði landi nærri bænum Sittew í Búrma síðdegis á sunnudag. Um miðjan dag í gær hafði bylurinn veikst og var þá skilgreindur sem hitabeltislægð. Flóðvatn var þá enn um einn og hálfur metri að dýpt sums staðar. Neyðarástandi var lýst yfir í sautján bæjarfélögum í Rakhine-ríki þar sem stormurinn reif heilu þökin af húsum. Fólk leitaði skjól í klaustrum, musterum og skólum inni í landi. Björgunarsveitir björguðu um þúsund manns sem voru innlyksa vegna sjávarflóða sem náðu á fjórða metra við ströndina. Auk þeirra látnu slösuðust hundruð manna. AP-fréttastofan hefur eftir leiðtoga björgunarsveitar að fólk hafi hörfað upp á húsþök eða efri hæðir. Margir hafi eytt nóttinni uppi á þaki. Íbúar í vestanverðu Rakhine þar sem stór hópur róhingjamúslima býr segja að í það minnsta hundrað manns hafi farist og fjölda annarra sé saknað, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Skemmdir á innviðum eru sagðar aftra hjálparstarfi. Ófremdarástand ríkti fyrir í Búrma þar sem stjórnarherinn, sem sölsaði völdin í landinu fyrir tveimur árum, berst við uppreisnarhópa. Manny Muang frá Mannréttindavaktinni segir erfitt að fá áreiðanlegar upplýsingar um stöðuna í landinu eftir hamfarirnar. Kona leitar að heillegum eigum sínum í rústum húss síns á Sankti Martins-eyju í Bangladess.AP/Al-emrun Garjon Tók sveig fram hjá stórum flóttamannabúðum Yfirvöld í nágrannaríkinu Bangladess gerðu um hálfri milljón manna að yfirgefa svæði við ströndina áður en bylurinn gekk á land. Sérstaklega hafði verið óttast um afdrif um milljón róhingja sem hafast við í hrörlegum flóttamannabúðum í borginni Cox's Bazar. Mocha fór hins vegar að mestu fram hjá borginni. Engu að síður áætlar þarlendur embættismaður sem AP-fréttastofan ræddi við að um tvö þúsund íbúðarhús hafi eyðilagst og 10.000 til viðbótar skemmst á Sankti Martins-eyju og Teknaf í nágrenni borgarinnar. Enginn hafi farist en á annan tug slasast. Mannúðarstofnanir Sameinuðu þjóðanna höfðu byrgt svæðið af hjálpargögnum áður en stormurinn gekk yfir.
Mjanmar Bangladess Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Hundruð þúsundir flýja öflugan fellibyl Fellibylurinn Mocha stefnir nú á strendur Bangladess og Búrma með sjávarflóðum á svæðum þar sem um tvær milljónir manna búa. Hundruð þúsundir manna hafa verið flutt af svæðinu fyrir komu bylsins. 14. maí 2023 08:22